Átján ára með 13 kíló af kókaíni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. apríl 2025 19:05 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Embættið lagði hald á 13 kíló af kókaíni sem ungmenni á nítjánda aldursári reyndi að smygla til landsins í handfarangri. Vísir Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur vegna fíkniefnainnflutnings. Má þar nefna innflutning á 20 þúsund töflum af gerviópíóðum sem vöktu athygli á dögunum en tvær stúlkur, sautján og átján ára voru handteknar í tengslum við það mál og sitja þær í gæsluvarðhaldi. Alls eru tuttugu og fimm í gæsluvarðhaldi að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum, þar af fimmtán grunaðir um fíkniefnainnflutning í gegn um Keflavíkurflugvöll. Þeir eiga ríkisfang í Palestínu, Sýrlandi, Spáni, Gíneu, Litháen, Nígeríu, Brasilíu, Spáni, Grikklandi, Alsír, Póllandi, Þýskalandi, Slóvakíu, Frakklandi og Lettlandi. „Ég held að það séu ekki margir dagar þar sem að gæsluvarðahaldsfangar hafa verið svona margir á okkar vegum,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðallega sé um að ræða innflutning á kókaíni og kannabis. Strákur á nítjánda aldursári reyndi að smygla 13 kílóum af kókaíni til landsins í þessari ferðatösku. Vísir „Um daginn tókum við t.d. dreng á nítjánda aldursári sem var með um þrettán kíló af kókaíni í lítilli ferðatösku. Það er dálítið sérstakt að vera með full flugfreyjutösku af kókaíni,“ segir hann. Kom frá Frakklandi Drengurinn var handtekinn á fimmtudag við komu frá Frakklandi. „Það blasir við að þarna er ungur maður notaður sem burðardýr og hann átt að fá eitthvað fyrir ferðina. Er væntanlega notaður af öðrum sem ætluð að gera mikið verðmæti úr þessu magni kókaíns. Samkvæmt verðskrá SÁÁ frá árinu 2023 kostaði gramm af kókaíni í kringum 17 þúsund krónur. Ef verðið er sambærilegt í dag gæti götuverðmæti 13 kílóa af kókaíni numið um 221 milljón króna. Smygl Fíkniefnabrot Suðurnesjabær Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur vegna fíkniefnainnflutnings. Má þar nefna innflutning á 20 þúsund töflum af gerviópíóðum sem vöktu athygli á dögunum en tvær stúlkur, sautján og átján ára voru handteknar í tengslum við það mál og sitja þær í gæsluvarðhaldi. Alls eru tuttugu og fimm í gæsluvarðhaldi að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum, þar af fimmtán grunaðir um fíkniefnainnflutning í gegn um Keflavíkurflugvöll. Þeir eiga ríkisfang í Palestínu, Sýrlandi, Spáni, Gíneu, Litháen, Nígeríu, Brasilíu, Spáni, Grikklandi, Alsír, Póllandi, Þýskalandi, Slóvakíu, Frakklandi og Lettlandi. „Ég held að það séu ekki margir dagar þar sem að gæsluvarðahaldsfangar hafa verið svona margir á okkar vegum,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðallega sé um að ræða innflutning á kókaíni og kannabis. Strákur á nítjánda aldursári reyndi að smygla 13 kílóum af kókaíni til landsins í þessari ferðatösku. Vísir „Um daginn tókum við t.d. dreng á nítjánda aldursári sem var með um þrettán kíló af kókaíni í lítilli ferðatösku. Það er dálítið sérstakt að vera með full flugfreyjutösku af kókaíni,“ segir hann. Kom frá Frakklandi Drengurinn var handtekinn á fimmtudag við komu frá Frakklandi. „Það blasir við að þarna er ungur maður notaður sem burðardýr og hann átt að fá eitthvað fyrir ferðina. Er væntanlega notaður af öðrum sem ætluð að gera mikið verðmæti úr þessu magni kókaíns. Samkvæmt verðskrá SÁÁ frá árinu 2023 kostaði gramm af kókaíni í kringum 17 þúsund krónur. Ef verðið er sambærilegt í dag gæti götuverðmæti 13 kílóa af kókaíni numið um 221 milljón króna.
Smygl Fíkniefnabrot Suðurnesjabær Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira