Skipar starfshóp um dvalarleyfi Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 15:03 Þorbjörg Sigríður ætlar að taka til hendinni hvað dvalarleyfi varðar. Vísir/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira