Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Lovísa Arnardóttir skrifar 14. apríl 2025 14:00 Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni. Aðsend Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, segir að með örfáum einföldum skrefum, eins og að virkja öryggiskerfið og ganga vel frá heimilinu, geti fólk notið páskafrísins áhyggjulaust. Best sé að bíða með tásumyndirnar þar til fólk kemur heim og læsa verðmæti inni og taka myndir af þeim. „Þegar farið er í frí er mikilvægt að tryggja öryggi heimilisins og huga bæði að forvörnum og hollráðum gegn innbrotum. Það er mikilvægt að læsa öllum hurðum og gluggum og tryggja að læsingarnar séu sterkar og í lagi. Mikilvægt er að geyma verðmæta hluti eins og hjól og tæki í læstum geymslum. Innandyra ættu dýrir hlutir ekki að vera í augsýn og jafnvel gardínur dregnar niður,“ segir Sverrir. Hvað varðar sérlega verðmæta hluti eins og skartgripi, úr og safngripi segir hann best að læsa inn í sérstökum verðmætaskápum. „Það er gott að gera nágrönnum viðvart um lengri fjarveru og biðja þá um að hafa augun opin fyrir óvenjulegum mannaferðum og láta þá fjarlægja póst og blöð úr póstkassanum. Innbrotsþjófar hafa oft auga með húsum áður en þeir ráðast til atlögu. Þeir geta jafnvel bankað upp á eða hringt dyrabjöllunni undir því yfirskini að vera að leita að einhverjum,“ segir Sverrir Ingi. Sverrir Ingi fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Þar fór hann yfir það til dæmis að gott sé að láta kerfin sem til eru vinna með manni. Að vera með öryggiskerfi sem er stillt upp með tímastýringum á ljósum til dæmis. Þá sagði hann líka gott að láta nágranna vita. Sverrir segir það líka góða reglu að auglýsa ekki ferðalagið á opnum samfélagsmiðlum. „Ekki birta kannski tásumyndirnar meðan þú ert á Tene, frekar að bíða með þær þar til þú kemur heim,“ segir Sverrir. Deila frekar í lokuðum hóp Ef fólk ætlar að birta eitthvað að passa þá að það sé í lokuðum hóp frekar en að deila því með öllum. „Það þurfa ekki allir að vita að þú sért einhvers staðar í burtu. Það má bíða í viku.“ „Það er líka gott að setja upp hreyfiskynjara og útiljós sem kvikna við hreyfingu, sérstaklega í bakgarði.“ Hann segir meiri líkur á innbrotum þegar margir eru í fríi og það sama eigi um einbýli og fjölbýlishús. „Við höfum séð dæmi um að ákveðin hverfi séu tekin fyrir eða ákveðin hús.“ Sverrir Ingi segir ekki endilega betra að læsa öllum herbergjum. Það geti valdið meiri skemmdum sé brotist inn. Vísir/Vilhelm Hann segir gott að vera með verðmætaskáp boltaðan niður, sé fólk með mikil verðmæti. Auk þess sé gott að taka myndir af þeim. Hann segir ekki endilega betra að læsa hverju herbergi fyrir sig. Sé brotist inn auki það frekar líkurnar á meiri skemmdum. Mikilvægt að virkja næturstillingu Sverrir Ingi undirstrikar mikilvægi öryggiskerfa til að draga úr hættu á innbrotum. „Með öryggiskerfum og eftirlitsmyndavélum er hægt að fá rauntímaviðvaranir og fylgjast með heimilinu í gegnum app. Það eykur klárlega öryggi heimilisins að virkja næturstillingu öryggiskerfisins á meðan sofið er og setja það á vörð þegar heimilið er yfirgefið,“ segir hann og bætir við að það sé mikilvægt að allt heimilisfólkið kunni að nota öryggiskerfið og hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. „Það er einnig mikilvægt ef fólk er með öryggiskerfi að það sé tengt vaktmiðstöð sem bregst við boðum. Við erum á vaktinni allan sólarhringinn, vöktum viðvaranir frá öryggiskerfum og bregðumst umsvifalaust við boðum,“ segir hann að lokum. Páskar Lögreglumál Bítið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Þegar farið er í frí er mikilvægt að tryggja öryggi heimilisins og huga bæði að forvörnum og hollráðum gegn innbrotum. Það er mikilvægt að læsa öllum hurðum og gluggum og tryggja að læsingarnar séu sterkar og í lagi. Mikilvægt er að geyma verðmæta hluti eins og hjól og tæki í læstum geymslum. Innandyra ættu dýrir hlutir ekki að vera í augsýn og jafnvel gardínur dregnar niður,“ segir Sverrir. Hvað varðar sérlega verðmæta hluti eins og skartgripi, úr og safngripi segir hann best að læsa inn í sérstökum verðmætaskápum. „Það er gott að gera nágrönnum viðvart um lengri fjarveru og biðja þá um að hafa augun opin fyrir óvenjulegum mannaferðum og láta þá fjarlægja póst og blöð úr póstkassanum. Innbrotsþjófar hafa oft auga með húsum áður en þeir ráðast til atlögu. Þeir geta jafnvel bankað upp á eða hringt dyrabjöllunni undir því yfirskini að vera að leita að einhverjum,“ segir Sverrir Ingi. Sverrir Ingi fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Þar fór hann yfir það til dæmis að gott sé að láta kerfin sem til eru vinna með manni. Að vera með öryggiskerfi sem er stillt upp með tímastýringum á ljósum til dæmis. Þá sagði hann líka gott að láta nágranna vita. Sverrir segir það líka góða reglu að auglýsa ekki ferðalagið á opnum samfélagsmiðlum. „Ekki birta kannski tásumyndirnar meðan þú ert á Tene, frekar að bíða með þær þar til þú kemur heim,“ segir Sverrir. Deila frekar í lokuðum hóp Ef fólk ætlar að birta eitthvað að passa þá að það sé í lokuðum hóp frekar en að deila því með öllum. „Það þurfa ekki allir að vita að þú sért einhvers staðar í burtu. Það má bíða í viku.“ „Það er líka gott að setja upp hreyfiskynjara og útiljós sem kvikna við hreyfingu, sérstaklega í bakgarði.“ Hann segir meiri líkur á innbrotum þegar margir eru í fríi og það sama eigi um einbýli og fjölbýlishús. „Við höfum séð dæmi um að ákveðin hverfi séu tekin fyrir eða ákveðin hús.“ Sverrir Ingi segir ekki endilega betra að læsa öllum herbergjum. Það geti valdið meiri skemmdum sé brotist inn. Vísir/Vilhelm Hann segir gott að vera með verðmætaskáp boltaðan niður, sé fólk með mikil verðmæti. Auk þess sé gott að taka myndir af þeim. Hann segir ekki endilega betra að læsa hverju herbergi fyrir sig. Sé brotist inn auki það frekar líkurnar á meiri skemmdum. Mikilvægt að virkja næturstillingu Sverrir Ingi undirstrikar mikilvægi öryggiskerfa til að draga úr hættu á innbrotum. „Með öryggiskerfum og eftirlitsmyndavélum er hægt að fá rauntímaviðvaranir og fylgjast með heimilinu í gegnum app. Það eykur klárlega öryggi heimilisins að virkja næturstillingu öryggiskerfisins á meðan sofið er og setja það á vörð þegar heimilið er yfirgefið,“ segir hann og bætir við að það sé mikilvægt að allt heimilisfólkið kunni að nota öryggiskerfið og hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. „Það er einnig mikilvægt ef fólk er með öryggiskerfi að það sé tengt vaktmiðstöð sem bregst við boðum. Við erum á vaktinni allan sólarhringinn, vöktum viðvaranir frá öryggiskerfum og bregðumst umsvifalaust við boðum,“ segir hann að lokum.
Páskar Lögreglumál Bítið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent