Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Jón Þór Stefánsson skrifar 14. apríl 2025 11:42 Málið tengist þjófnaði í tveimur verslunum Elko, annars vegar í Skefunni og hins vegar í Lindum. Vísir/Vilhelm Tveir rúmenskir karlmenn, sem voru í síðustu viku sakfelldir fyrir hylmingu í tengslum við eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, sögðu fyrir dómi að þeir hefðu verið þvingaðir til að fremja sín brot af manninum sem skipulagði þjófnaðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þó ekkert sanna þá frásögn mannanna og mat hana því ósannaða. Mennirnir hlutu hvor um sig tíu mánaða fangelsisdóma, þar sem sjö mánuðir eru skilorðsbundnir, vegna hylmingar á þýfi eftir stuld í tveimur verslunum Elko á höfuðborgarsvæðinu í september í fyrra. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslu sinni 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir þann hluta sem varðaði hylmingu en sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu, en mennirnir tveir voru gripnir með símana, sem mun einungis hafa verið hluti heildarþýfisins, í bíl á Seyðisfirði þegar þeir voru á leið í Norrænu. Frændi eða „einhver strákur“? Dómur hérðasdóms hefur nú verið birtur, en þar kemur fram að í skýrslu hjá lögreglu sagði annar maðurinn að hann hefði komið til landsins til þess að hitta frænda sinn, hinn manninn. Þeir hafi ætlað að skemmta sér saman eina helgi og svo ætlað úr landi með Norrænu þangað sem hann byggi. Hann sagði peningana vera í hans eigu, hann hefði komið með þá til landsins. Um símana sagði hann hins vegar að hann hefði keypt þá „bara af einhverjum gæja úti á götu“. Maðurinn var spurður hjá lögreglu hvort hann vissi hvort að um þýfi væri að ræða, og hann hafi svarað: „Já, helminginn já, helminginn nei.“ Hinn sakborningurinn sagði í lögreglskýrslu að þeir hefðu hitt mann niðri í bæ sem hefði afhent honum farsímana og beðið hann um að skutla þeim í skipið. Fyrir hefði hann átt að fá 2000 evrur. Hann lýsti hinum sakborningnum ekki sem frænda sínum heldur sem „einhverjum strák“. Breyttu framburði vegna hótanna Fyrir dómi breyttist framburður mannanna. Þeir töluðu báðir um að annar maður, sá sem hefði skipulagt þjófnaðinn í Elko, hefði fengið þá til verksins og beitt þeim hótunum. Til einföldunar verður sá maður hér eftir kallaður höfuðpaurinn. Annar sakborningurinn sagði höfuðpaurinn hafa skipað þeim að fara með símana í skipið. Höfuðpaurinn hefði hótað honum og fjölskyldu hans, að ef hann myndi ekki gera það myndi eitthvað slæmt gerast. Maðurinn sagðist hræddur um að eitthvað slæmt myndi henda fjölskyldu hans myndi hann ekki taka verkefnið að sér. Þá sagði hann að honum hefði aldrei verið lofað greiðslu fyrir verkið. Honum hafi einungis verið hótað. Maðurinn sagðist hafa komið hingað til lands í frí en einnig ætlað að kanna hvort hann gæti stundað viðskipti hér á landi. Hann ætti tvö fyrirtæki erlendis, annars vegar byggingarfyrirtæki og hins vegar flutningafyrirtæki. Hann sagði peningana sem hann hefði verið með meðferðis hafa komið úr þeirri starfsemi. Ætti að „dansa eins og hann syngur“ Fyrir dómi sagði hinn maðurinn að höfuðpaurinn hefði afhent honum bílinn sem þeir óku austur, og sagt honum að í bílnum væri eitthvað sem þyrfti að komast úr landi. Í fyrstu hafi hann ekki vitað hvað væri í bílnum, en svo hefði höfuðpaurinn greint honum frá því á leiðinni austur. Hann sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér þegar hann hafi ætlað að hætta við þátttöku. Þá sagðist hann ekki hafa skýrt lögreglu frá málinu vegna alvarlegra hótana. Líkt og hinn sakborningurinn sagði maðurinn að honum hafi aldrei verið lofað greiðslu. Maðurinn sagði fyrir dómi að henn hefði búið heima hjá höfuðpaurnum hér á landi. Þá hefðu fleiri sem tengdust Elkó-málinu líka búið þar. Hann sagði fjölskyldumeðlimi sína hafa hringt í sig og sagt honum að segja alls ekki frá því höfuðpaurinn hefði einnig hótað þeim. Þá sagði hann höfuðpaurinn hafa sagt við hann: „Við erum svo mörg og getum fundið þig og fjölskylduna hvar sem er.“ Höfuðpaurinn hafi líka sagt að hann ætti að „dansa eins og hann syngur“. Taldi að hann myndi standa við orð sín Höfuðpaurinn hefði hótað að myrða manninn, og sagst óhræddur við að fara í fangelsi. Hann hefði jafnframt fengið hótanir frá tveimur vinum höfuðpaursins og annar þeirra, sem er kona, sakað hann um nauðgun. Maðurinn taldi að höfuðpaurinn myndi standa við hótanirnar þar sem hann og fjölskylda hans væru þekkt fyrir ofbeldi, og líka mennirnir sem hefðu verið með honum. Honum fannst hann því ekki eiga neinn annan kost á völ en að hlíða. Ekkert bendi til þess að þeir hafi verið þvingaðir Það var mat Héraðsdóms Reykjavíkur að með breyttum framburði sínum hefðu mennirnir tveir verið að reyna að gera sinn hlut minni en efni standa til. Annar sakborningurinn hafi sagt að hann væri nú tilbúinn að skýra frá þætti höfuðpaursins vegna þess að hann tryði því að lögreglan myndi vernda hann. Að mati dómsins er sú skýring ekki trúverðug. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Þá bendi ekkert í gögnum málsins til þess að þeir hafi verið þvingaðir til verksins. Framburður þeirra hefði verið óstöðugur um mikilvæg atriði og þeir því ótrúverðugir. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu vitað að þeir hefðu verið með þýfi og þeir að flytja þá úr landi í auðgunarskyni. Þeir voru því sakfelldir fyrir að hylmingu, varðandi símana. Dómnum þótti þó skynsamlegur vafi um uppruna peninganna og sýknaði mennina því af þeim hluta ákærunnar. Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Múlaþing Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Mennirnir hlutu hvor um sig tíu mánaða fangelsisdóma, þar sem sjö mánuðir eru skilorðsbundnir, vegna hylmingar á þýfi eftir stuld í tveimur verslunum Elko á höfuðborgarsvæðinu í september í fyrra. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslu sinni 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir þann hluta sem varðaði hylmingu en sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu, en mennirnir tveir voru gripnir með símana, sem mun einungis hafa verið hluti heildarþýfisins, í bíl á Seyðisfirði þegar þeir voru á leið í Norrænu. Frændi eða „einhver strákur“? Dómur hérðasdóms hefur nú verið birtur, en þar kemur fram að í skýrslu hjá lögreglu sagði annar maðurinn að hann hefði komið til landsins til þess að hitta frænda sinn, hinn manninn. Þeir hafi ætlað að skemmta sér saman eina helgi og svo ætlað úr landi með Norrænu þangað sem hann byggi. Hann sagði peningana vera í hans eigu, hann hefði komið með þá til landsins. Um símana sagði hann hins vegar að hann hefði keypt þá „bara af einhverjum gæja úti á götu“. Maðurinn var spurður hjá lögreglu hvort hann vissi hvort að um þýfi væri að ræða, og hann hafi svarað: „Já, helminginn já, helminginn nei.“ Hinn sakborningurinn sagði í lögreglskýrslu að þeir hefðu hitt mann niðri í bæ sem hefði afhent honum farsímana og beðið hann um að skutla þeim í skipið. Fyrir hefði hann átt að fá 2000 evrur. Hann lýsti hinum sakborningnum ekki sem frænda sínum heldur sem „einhverjum strák“. Breyttu framburði vegna hótanna Fyrir dómi breyttist framburður mannanna. Þeir töluðu báðir um að annar maður, sá sem hefði skipulagt þjófnaðinn í Elko, hefði fengið þá til verksins og beitt þeim hótunum. Til einföldunar verður sá maður hér eftir kallaður höfuðpaurinn. Annar sakborningurinn sagði höfuðpaurinn hafa skipað þeim að fara með símana í skipið. Höfuðpaurinn hefði hótað honum og fjölskyldu hans, að ef hann myndi ekki gera það myndi eitthvað slæmt gerast. Maðurinn sagðist hræddur um að eitthvað slæmt myndi henda fjölskyldu hans myndi hann ekki taka verkefnið að sér. Þá sagði hann að honum hefði aldrei verið lofað greiðslu fyrir verkið. Honum hafi einungis verið hótað. Maðurinn sagðist hafa komið hingað til lands í frí en einnig ætlað að kanna hvort hann gæti stundað viðskipti hér á landi. Hann ætti tvö fyrirtæki erlendis, annars vegar byggingarfyrirtæki og hins vegar flutningafyrirtæki. Hann sagði peningana sem hann hefði verið með meðferðis hafa komið úr þeirri starfsemi. Ætti að „dansa eins og hann syngur“ Fyrir dómi sagði hinn maðurinn að höfuðpaurinn hefði afhent honum bílinn sem þeir óku austur, og sagt honum að í bílnum væri eitthvað sem þyrfti að komast úr landi. Í fyrstu hafi hann ekki vitað hvað væri í bílnum, en svo hefði höfuðpaurinn greint honum frá því á leiðinni austur. Hann sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér þegar hann hafi ætlað að hætta við þátttöku. Þá sagðist hann ekki hafa skýrt lögreglu frá málinu vegna alvarlegra hótana. Líkt og hinn sakborningurinn sagði maðurinn að honum hafi aldrei verið lofað greiðslu. Maðurinn sagði fyrir dómi að henn hefði búið heima hjá höfuðpaurnum hér á landi. Þá hefðu fleiri sem tengdust Elkó-málinu líka búið þar. Hann sagði fjölskyldumeðlimi sína hafa hringt í sig og sagt honum að segja alls ekki frá því höfuðpaurinn hefði einnig hótað þeim. Þá sagði hann höfuðpaurinn hafa sagt við hann: „Við erum svo mörg og getum fundið þig og fjölskylduna hvar sem er.“ Höfuðpaurinn hafi líka sagt að hann ætti að „dansa eins og hann syngur“. Taldi að hann myndi standa við orð sín Höfuðpaurinn hefði hótað að myrða manninn, og sagst óhræddur við að fara í fangelsi. Hann hefði jafnframt fengið hótanir frá tveimur vinum höfuðpaursins og annar þeirra, sem er kona, sakað hann um nauðgun. Maðurinn taldi að höfuðpaurinn myndi standa við hótanirnar þar sem hann og fjölskylda hans væru þekkt fyrir ofbeldi, og líka mennirnir sem hefðu verið með honum. Honum fannst hann því ekki eiga neinn annan kost á völ en að hlíða. Ekkert bendi til þess að þeir hafi verið þvingaðir Það var mat Héraðsdóms Reykjavíkur að með breyttum framburði sínum hefðu mennirnir tveir verið að reyna að gera sinn hlut minni en efni standa til. Annar sakborningurinn hafi sagt að hann væri nú tilbúinn að skýra frá þætti höfuðpaursins vegna þess að hann tryði því að lögreglan myndi vernda hann. Að mati dómsins er sú skýring ekki trúverðug. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Þá bendi ekkert í gögnum málsins til þess að þeir hafi verið þvingaðir til verksins. Framburður þeirra hefði verið óstöðugur um mikilvæg atriði og þeir því ótrúverðugir. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu vitað að þeir hefðu verið með þýfi og þeir að flytja þá úr landi í auðgunarskyni. Þeir voru því sakfelldir fyrir að hylmingu, varðandi símana. Dómnum þótti þó skynsamlegur vafi um uppruna peninganna og sýknaði mennina því af þeim hluta ákærunnar.
Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Múlaþing Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira