Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar 14. apríl 2025 12:00 Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun