Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2025 09:49 Valgeir Magnússon er opinskár í viðtali við Sölva Tryggvason. Vísir/Vilhelm Valgeir Magnússon athafnamaður segir gríðarlega erfitt hlutskipti að vera aðstandandi fíkils. Valli Sport, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist í áraraðir hafa notað stjórnsemi til að reyna að laga fíknisjúkdóm sonar síns þar til hann loks áttaði sig á því að það gerði meiri skaða en gagn. „Það er mjög erfitt að vera aðstandandi. Í mínu tilfelli sé ég það núna að ég byrjaði á að vera mjög stjórnsamur og reyna að ná stjórn á aðstæðunum. Ég lærði það ekki fyrr en miklu seinna að stjórnsemi er ein stærsta birtingarmynd meðvirkni og skilar yfirleitt ekki miklu. Ég hélt að meðvirkni væri að samþykkja hegðun og segja alltaf já, en það er ekki svoleiðis,“ segir Valli. „Þegar þú verður veikur með einstaklingnum og byrjar að hegða þér öðruvísi út af einstaklingnum. Ég var orðinn mjög stjórnsamur og fór í raun að haga mér eins og stjórnandi í vinnunni heima hjá mér að gefa skipanir og fleira í þeim dúr. Það fór auðvitað ekki vel í heimilið og allra síst í son minn. Hegðunarmynstrið hjá honum var byrjað löngu áður en hann var kominn í fíkniefni og þá var ég kominn í ákveðið hegðunarmynstur gagnvart honum líka, sem hjálpaði alls ekki til. Ég var kannski að taka af honum tölvuleiki eða refsa honum einhvern vegin og gefa honum endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu og að átta mig á því að ég væri líklega ekki rétti aðilinn til að hjálpa honum þegar hann var kominn djúpt ofan í fíkniefni. En ég var rétti aðilinn til að styðja hann þegar hann var í vandræðum og vera til staðar fyrir hann.“ Mikilvægt að upplifa ást í baráttu við fíkn Gunnar Ingi, sonur Valgeirs, hefur talað opinskátt um baráttu sína við fíkniefni og hefur gert hlaðvarpsþætti sem benda á vandann sem fíknisjúkir glíma við og hvernig það er að vera fastur á biðlista eftir meðferð. Valli segist mjög stoltur af syni sínum og þakklátur fyrir það hve vel gengur. „Það er auðvitað rosalega erfitt að horfa upp á einhvern sem maður elskar fara í þessa átt og maður verður svo varnarlaus. Að langa svona mikið að hjálpa, en geta það ekki. Stjórnsemin sem blossar upp kemur frá þeim stað, en svo áttar maður sig á því að leiðin til að hjálpa er miklu frekar að sýna ást og væntumþykju heldur en að reyna að stýra og stjórna. Það er mjög mikilvægt fyrir einhvern sem er þegar að glíma við fíkn að vita að viðkomandi sé elskaður. Af því að fólk með fíknisjúkdóma upplifir sig gjarnan sem gallaða einstaklinga. Það er mjög erfitt að fara í gegnum svona ferli fyrir alla í fjölskyldunni og þetta var 15 ára ferli þar sem við vorum á ákveðinn hátt föst í þessu,“ segir Valli. Hann segir stöðuna á syni hans mjög góða í dag og að hann sé búinn að standa sig eins og hetja í sinni baráttu. Úrelt hugarfar þegar kemur að andlegum sjúkdómum „Staðan er frábær í dag og það gengur virkilega vel hjá honum. Hann er búinn að vera virkilega duglegur og bjó svo til sitt eigið podcast sem hét „lífið á biðlista“ þar sem hann var að vekja athygli á þessum vanda og hvernig kerfið kastar honum í raun bara í burtu. Við eigum að vera komin þangað að vita betur árið 2025 og eigum að meðhöndla fíknisjúka sem sjúklinga, en ekki með því að refsa þeim. Það er löngu ljóst að það skilar engu. Við horfum á ákveðinn hátt ennþá á andlega sjúkdóma með úreltu hugarfari. Þeir sem glíma við þessa hluti eru á ákveðinn hátt jaðarsettir strax sem börn í skólakerfinu og rekast á veggi. Smám saman verður þörfin fyrir fjarlægð og fjarveru meiri og þannig hjálpum við þér í raun að verða manneskjan sem við viljum ekki að þú verðir. Svo refsum við þér ennþá meira og höldum að það skili einhverju. Það þarf að hugsa þetta alveg upp á nýtt.“ Valli ræðir í þættinum um það hvernig hann og Siggi Hlö félagi hans fóru út í það að stofna auglýsingastofu eftir að hafa haldið úti sjónvarpsþáttunum „Með hausverk um helgar“. Lærir ekkert nema að gera mistök „Siggi sá um grafíska hönnun á meðan ég sá um að selja og rukka. Við unnum þessi verkefni samhliða dagvinnunni okkar og smám saman byggðist þetta upp. Eitt árið velti aukavinnan okkar 30 milljónum og þá sagði ég við Sigga: „Er ekki kominn tími til að gera þetta bara að aðalvinnunni okkar?“ Við stofnuðum þá auglýsingastofuna Hausverk, en föttuðum fljótt að það var ekki sterkur leikur að tengja nafnið við útvarpsþættina, þar sem ímynd okkar þar var í raun bara að við værum vitleysingar. Við vorum í raun bara einhvers konar „Wayne´s World“ í sjónvarpinu og það voru algjör markaðsmistök að nota þetta nafn. Hausverk átti að merkja að vinna verk með hausnum en ímyndin var meira að manni væri illt í hausnum, sem er ekki vænlegt ef það á að vinna alvöru verkefni og vera trúverðugur. En maður lærir ekkert nema gera mistök og við fórum í það verkefni að breyta nafninu og ímyndinni og í kjölfarið urðum við að Pipar.“ Þeir félagarnir ákváðu að breyta nafninu í Pipar og fengu Björgvin Halldórsson til að lesa símsvaraskilaboð sem urðu fljótt þekkt: „Hausverkur í gær, Pipar í dag – nýtt nafn, sama kennitala.“ Hjólin fóru svo fljótt að snúast og nú er fyrirtækið með starfsstöðvar á Íslandi, í Noregi og Finnlandi. Valli býr í Osló, þar sem hann unir sér vel í leik og starfi og er ekki á samfélagsmiðlum, jafnundarlegt og það kann að hljóma fyrir mann í hans starfi. Fjarverandi á Facebook „Ég er ekki á Facebook, ekki á instagram eða TikTok og fúnkera mjög vel. Fólk í kringum mig veit að það þarf að senda mér skilaboð öðruvísi en í gegnum samfélagsmiðla. Ef ekki, þá missi ég bara af því og það er þá bara allt í lagi. Ég lendi oft í hópum þar sem er verið að vinna að einhverju og þá segi ég bara strax í byrjun að það verði ekki Facebook-hópur og ég muni ekki byrja á Facebook fyrir ykkur. Þá kemur mjög oft svarið um að það sé nú ekkert mál og að þau geti stofnað aðgang fyrir mig. Þá spyr ég: „Haldið þið í alvöru að ég væri ekki búinn að stofna Facebook ef þetta snerist bara um það?“ Það fylgir því mikið frelsi að standa aðeins utan við þetta og ég ætla að halda mér þar,“ segir Valli. Hann segist þrátt fyrir að vera ekki á þessum miðlum sem neytandi alltaf vilja vera að fylgjast með því sem er nýtt. „Maður á alltaf að vera leitandi og opinn fyrir því sem kemur nýtt inn á markaðinn. Um leið og maður hættir því, þá hætta framfarirnar. Það pirrar mig alltaf þegar fólk í kringum mig gerir grín að einhverjum nýjum eða einhverju nýju. Þú veist aldrei hvenær þessi nýi verður betri en þú og það er lykilatriði að hafa auðmýkt til að tileinka sér nýja hluti.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Valla og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Það er mjög erfitt að vera aðstandandi. Í mínu tilfelli sé ég það núna að ég byrjaði á að vera mjög stjórnsamur og reyna að ná stjórn á aðstæðunum. Ég lærði það ekki fyrr en miklu seinna að stjórnsemi er ein stærsta birtingarmynd meðvirkni og skilar yfirleitt ekki miklu. Ég hélt að meðvirkni væri að samþykkja hegðun og segja alltaf já, en það er ekki svoleiðis,“ segir Valli. „Þegar þú verður veikur með einstaklingnum og byrjar að hegða þér öðruvísi út af einstaklingnum. Ég var orðinn mjög stjórnsamur og fór í raun að haga mér eins og stjórnandi í vinnunni heima hjá mér að gefa skipanir og fleira í þeim dúr. Það fór auðvitað ekki vel í heimilið og allra síst í son minn. Hegðunarmynstrið hjá honum var byrjað löngu áður en hann var kominn í fíkniefni og þá var ég kominn í ákveðið hegðunarmynstur gagnvart honum líka, sem hjálpaði alls ekki til. Ég var kannski að taka af honum tölvuleiki eða refsa honum einhvern vegin og gefa honum endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu og að átta mig á því að ég væri líklega ekki rétti aðilinn til að hjálpa honum þegar hann var kominn djúpt ofan í fíkniefni. En ég var rétti aðilinn til að styðja hann þegar hann var í vandræðum og vera til staðar fyrir hann.“ Mikilvægt að upplifa ást í baráttu við fíkn Gunnar Ingi, sonur Valgeirs, hefur talað opinskátt um baráttu sína við fíkniefni og hefur gert hlaðvarpsþætti sem benda á vandann sem fíknisjúkir glíma við og hvernig það er að vera fastur á biðlista eftir meðferð. Valli segist mjög stoltur af syni sínum og þakklátur fyrir það hve vel gengur. „Það er auðvitað rosalega erfitt að horfa upp á einhvern sem maður elskar fara í þessa átt og maður verður svo varnarlaus. Að langa svona mikið að hjálpa, en geta það ekki. Stjórnsemin sem blossar upp kemur frá þeim stað, en svo áttar maður sig á því að leiðin til að hjálpa er miklu frekar að sýna ást og væntumþykju heldur en að reyna að stýra og stjórna. Það er mjög mikilvægt fyrir einhvern sem er þegar að glíma við fíkn að vita að viðkomandi sé elskaður. Af því að fólk með fíknisjúkdóma upplifir sig gjarnan sem gallaða einstaklinga. Það er mjög erfitt að fara í gegnum svona ferli fyrir alla í fjölskyldunni og þetta var 15 ára ferli þar sem við vorum á ákveðinn hátt föst í þessu,“ segir Valli. Hann segir stöðuna á syni hans mjög góða í dag og að hann sé búinn að standa sig eins og hetja í sinni baráttu. Úrelt hugarfar þegar kemur að andlegum sjúkdómum „Staðan er frábær í dag og það gengur virkilega vel hjá honum. Hann er búinn að vera virkilega duglegur og bjó svo til sitt eigið podcast sem hét „lífið á biðlista“ þar sem hann var að vekja athygli á þessum vanda og hvernig kerfið kastar honum í raun bara í burtu. Við eigum að vera komin þangað að vita betur árið 2025 og eigum að meðhöndla fíknisjúka sem sjúklinga, en ekki með því að refsa þeim. Það er löngu ljóst að það skilar engu. Við horfum á ákveðinn hátt ennþá á andlega sjúkdóma með úreltu hugarfari. Þeir sem glíma við þessa hluti eru á ákveðinn hátt jaðarsettir strax sem börn í skólakerfinu og rekast á veggi. Smám saman verður þörfin fyrir fjarlægð og fjarveru meiri og þannig hjálpum við þér í raun að verða manneskjan sem við viljum ekki að þú verðir. Svo refsum við þér ennþá meira og höldum að það skili einhverju. Það þarf að hugsa þetta alveg upp á nýtt.“ Valli ræðir í þættinum um það hvernig hann og Siggi Hlö félagi hans fóru út í það að stofna auglýsingastofu eftir að hafa haldið úti sjónvarpsþáttunum „Með hausverk um helgar“. Lærir ekkert nema að gera mistök „Siggi sá um grafíska hönnun á meðan ég sá um að selja og rukka. Við unnum þessi verkefni samhliða dagvinnunni okkar og smám saman byggðist þetta upp. Eitt árið velti aukavinnan okkar 30 milljónum og þá sagði ég við Sigga: „Er ekki kominn tími til að gera þetta bara að aðalvinnunni okkar?“ Við stofnuðum þá auglýsingastofuna Hausverk, en föttuðum fljótt að það var ekki sterkur leikur að tengja nafnið við útvarpsþættina, þar sem ímynd okkar þar var í raun bara að við værum vitleysingar. Við vorum í raun bara einhvers konar „Wayne´s World“ í sjónvarpinu og það voru algjör markaðsmistök að nota þetta nafn. Hausverk átti að merkja að vinna verk með hausnum en ímyndin var meira að manni væri illt í hausnum, sem er ekki vænlegt ef það á að vinna alvöru verkefni og vera trúverðugur. En maður lærir ekkert nema gera mistök og við fórum í það verkefni að breyta nafninu og ímyndinni og í kjölfarið urðum við að Pipar.“ Þeir félagarnir ákváðu að breyta nafninu í Pipar og fengu Björgvin Halldórsson til að lesa símsvaraskilaboð sem urðu fljótt þekkt: „Hausverkur í gær, Pipar í dag – nýtt nafn, sama kennitala.“ Hjólin fóru svo fljótt að snúast og nú er fyrirtækið með starfsstöðvar á Íslandi, í Noregi og Finnlandi. Valli býr í Osló, þar sem hann unir sér vel í leik og starfi og er ekki á samfélagsmiðlum, jafnundarlegt og það kann að hljóma fyrir mann í hans starfi. Fjarverandi á Facebook „Ég er ekki á Facebook, ekki á instagram eða TikTok og fúnkera mjög vel. Fólk í kringum mig veit að það þarf að senda mér skilaboð öðruvísi en í gegnum samfélagsmiðla. Ef ekki, þá missi ég bara af því og það er þá bara allt í lagi. Ég lendi oft í hópum þar sem er verið að vinna að einhverju og þá segi ég bara strax í byrjun að það verði ekki Facebook-hópur og ég muni ekki byrja á Facebook fyrir ykkur. Þá kemur mjög oft svarið um að það sé nú ekkert mál og að þau geti stofnað aðgang fyrir mig. Þá spyr ég: „Haldið þið í alvöru að ég væri ekki búinn að stofna Facebook ef þetta snerist bara um það?“ Það fylgir því mikið frelsi að standa aðeins utan við þetta og ég ætla að halda mér þar,“ segir Valli. Hann segist þrátt fyrir að vera ekki á þessum miðlum sem neytandi alltaf vilja vera að fylgjast með því sem er nýtt. „Maður á alltaf að vera leitandi og opinn fyrir því sem kemur nýtt inn á markaðinn. Um leið og maður hættir því, þá hætta framfarirnar. Það pirrar mig alltaf þegar fólk í kringum mig gerir grín að einhverjum nýjum eða einhverju nýju. Þú veist aldrei hvenær þessi nýi verður betri en þú og það er lykilatriði að hafa auðmýkt til að tileinka sér nýja hluti.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Valla og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning