Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 14:07 Mikil ánægja er með nýja samninginn við landeigendurnar á Hallanda í Flóahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg fyrir hönd Selfossveitna hefur tryggt sér einkarétt til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar á jarðhita í landi Hallanda í Flóahreppi. Um er að ræða svæði austan Selfoss. Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóahreppur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóahreppur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira