Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 12:33 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. Efling og SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Erindin voru send út þann 31. mars og hafa aðilar til 16. apríl til að svara. Erindin fjögur voru send á Valdimar Leó Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Virðingar, Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóra SVEIT, til Magnúsar Scheving og Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur vegna Taste ehf. sem rekur ROK restaurant og á Hrefnu Sætran og Björn Árnason vegna Sóley Minerals ehf. sem rekur Skúla Craft Bar. Í erindinu segir að ólögmætt samráð keppinauta um verð og önnur mikilvæg viðskiptamálefni sé eitt alvarlegasta brotið á samkeppnislögum. Brot sem slík varði sektir sem geti numið allt að 10% af heildarveltu fyrirtækja og fyrirtækjasamstæða. Auk þess geti stjórnendur átt á hættu allt að sex ára fangelsisvist. Vísað er til ákvæða samkeppnislaga í þessum efnum. Farið fram á tölvupósta, fundargerðir og minnisblöð Hrefna Björk Sverrisdóttir var formaður stjórnar SVEIT frá upphafi, í júní 2021, og til júní 2024. Hún er nú varamaður í stjórn. Hún og Magnús Scheving eru eigendur Rok Restaurants í gegnum Taste ehf., sem starfar á veitingamarkaði og á aðild að SVEIT. Björn Árnason var stjórnarmaður í SVEIT frá stofnun og tók við sem formaður í júní 2024. Björn og Hrefna Sætran eiga Skúla Craft bar í gegnum Sóley Minerals ehf, sem starfar á veitingamarkaði og á aðild að SVEIT. Björn Árnason sem rekur Skúla craft bar og eiginmaður Hrefnu Sætran er meðal þeirra fjögurra aðila sem fengu erindi frá eftirlitinu.Stöð 2 Í erindunum til Virðingar og SVEIT er farið fram á öll gögn er varða stofnun Virðingar og stofnun SVEIT. Þar er átt við tölvupósta, önnur samskiptagögn, fundargerðir, minnisblöð og fleira. Þar er átt við öll gögn er varða gerð samnings milli Virðingar og SVEIT. Sömuleiðis öll samskipti sem hafa farið milli SVEIT og Virðingar frá stofnun til dagsins í dag. Sömuleiðis afrit af öllum tölvupóstum milli starfsmanna og/eða stjórnarmanna samtakanna. Hrefna Björk Sverrisdóttir var fyrsti formaður stjórnar SVEIT en hætti í fyrrasumar.Vísir/anton brink Í tilfelli Hrefnu Bjarkar og Björns er óskað eftir viðlíka gögnum er varða öll samskipti við þá sem setið hafa í stjórn SVEIT og/eða við þau aðildarfyrirtæki SVEIT sem viðkomandi stjórnarmenn störfuðu hjá eða voru í forsvari fyrir. Sömuleiðis þá sem starfað hafi fyrir SVEIT frá upphafi til dagsins í dag. Sama eigi við um öll samskipti við Virðingu, stjórnarmenn þar og starfsmenn. Einnig allar upplýsingar og samskipti um samning milli Virðingar og SVEIT. Vakin er athygli á því í erindinu að röng, villandi eða ófullnægjandi upplýsingagjöf varði viðurlögum, sem geti verið sektir eða fangelsi í versta falli. Fagnar rannsókninni „Við hjá Eflingu fögnum þessu og vonum að niðurstaða skoðunarinnar verði með þeim hætti að öllum verði ljóst að þarna sé sannarlega samkeppnislagabrot sem verið er að fremja,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður „Við sendum í síðasta mánuði erindi til Samkeppniseftirlitsins, Efling, SGS og ASÍ saman, og vöktum athygli eftirlitsins á því að Virðing væri ekki raunverulegt stéttarfélag - sem það augljóslega er ekki - heldur skúffufélag stofnað af hópi atvinnurekenda í veitngabransanum í þeim tilgangi að lækka laun starfsfólks.“ Þau hafi hvatt Samkeppniseftirlitið til að skoða málið. „Og erum auðvitað mjög ánægð með að þau hafi ákveðið að hefja þessa rannsókn.“ „Eitthvað klór út í loftið“ Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Virðingar, segir unnið að svari. „Við eigum ekki von á neinu öðru en að þessu verði vísað frá.“ Það sé ekki mikið verk að finna til þau gögn sem óskað sé eftir. Valdimar Leó Friðriksson er framkvæmdastjóri Virðingar. Efling hefur staðið fyrir mótmælum vegna málsins. „Þetta er tiltölulega fljótunnið. Ég hóf störf í janúar en þetta var stofnað í september. Þeir sem stóðu að stofnuninni hafa verið að tína þetta til.“ Hann er hugsi yfir rannsókn Samkeppniseftirlitsins. „Þetta er mjög einkennilegt að fara með svona mál í Samkeppniseftirlitið. Eitthvað klór út í loftið.“ Eftirlitið hefur þó ákveðið að taka málið til formlegrar rannsóknar sem bendi til þess að einhverjar grunsemdir séu um samráð, eða hvað? „Ég kann ekkert á það og veit ekki ástæðu þess. En öll gögn og allt er á hreinu. Þetta gengur sinn gagn og veðrur gott að fá jákvætt svar út úr þessu fyrir Virðingu.“ Einar Þór Sverrisson lögmaður sem gætir hagsmuna SVEIT segir málið stórfurðulegt. Unnið sé að andmælum. „Það vekur stórfurðu að á meðan málið er á andmælafresti sé verið að afhenda bréfin til stéttarfélaganna sem þau notuðu í óróðursherferð bæði gegn SVEIT og aðildarfélögunum sem alfarið hafna þeim ásökunum sem á þau eru borin,“ segir Einar Þór. Ekki náðist í Aðalgeir Ásvaldsson hjá SVEIT við vinnslu fréttarinnar. Stéttarfélög Veitingastaðir Samkeppnismál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Efling og SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Erindin voru send út þann 31. mars og hafa aðilar til 16. apríl til að svara. Erindin fjögur voru send á Valdimar Leó Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Virðingar, Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóra SVEIT, til Magnúsar Scheving og Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur vegna Taste ehf. sem rekur ROK restaurant og á Hrefnu Sætran og Björn Árnason vegna Sóley Minerals ehf. sem rekur Skúla Craft Bar. Í erindinu segir að ólögmætt samráð keppinauta um verð og önnur mikilvæg viðskiptamálefni sé eitt alvarlegasta brotið á samkeppnislögum. Brot sem slík varði sektir sem geti numið allt að 10% af heildarveltu fyrirtækja og fyrirtækjasamstæða. Auk þess geti stjórnendur átt á hættu allt að sex ára fangelsisvist. Vísað er til ákvæða samkeppnislaga í þessum efnum. Farið fram á tölvupósta, fundargerðir og minnisblöð Hrefna Björk Sverrisdóttir var formaður stjórnar SVEIT frá upphafi, í júní 2021, og til júní 2024. Hún er nú varamaður í stjórn. Hún og Magnús Scheving eru eigendur Rok Restaurants í gegnum Taste ehf., sem starfar á veitingamarkaði og á aðild að SVEIT. Björn Árnason var stjórnarmaður í SVEIT frá stofnun og tók við sem formaður í júní 2024. Björn og Hrefna Sætran eiga Skúla Craft bar í gegnum Sóley Minerals ehf, sem starfar á veitingamarkaði og á aðild að SVEIT. Björn Árnason sem rekur Skúla craft bar og eiginmaður Hrefnu Sætran er meðal þeirra fjögurra aðila sem fengu erindi frá eftirlitinu.Stöð 2 Í erindunum til Virðingar og SVEIT er farið fram á öll gögn er varða stofnun Virðingar og stofnun SVEIT. Þar er átt við tölvupósta, önnur samskiptagögn, fundargerðir, minnisblöð og fleira. Þar er átt við öll gögn er varða gerð samnings milli Virðingar og SVEIT. Sömuleiðis öll samskipti sem hafa farið milli SVEIT og Virðingar frá stofnun til dagsins í dag. Sömuleiðis afrit af öllum tölvupóstum milli starfsmanna og/eða stjórnarmanna samtakanna. Hrefna Björk Sverrisdóttir var fyrsti formaður stjórnar SVEIT en hætti í fyrrasumar.Vísir/anton brink Í tilfelli Hrefnu Bjarkar og Björns er óskað eftir viðlíka gögnum er varða öll samskipti við þá sem setið hafa í stjórn SVEIT og/eða við þau aðildarfyrirtæki SVEIT sem viðkomandi stjórnarmenn störfuðu hjá eða voru í forsvari fyrir. Sömuleiðis þá sem starfað hafi fyrir SVEIT frá upphafi til dagsins í dag. Sama eigi við um öll samskipti við Virðingu, stjórnarmenn þar og starfsmenn. Einnig allar upplýsingar og samskipti um samning milli Virðingar og SVEIT. Vakin er athygli á því í erindinu að röng, villandi eða ófullnægjandi upplýsingagjöf varði viðurlögum, sem geti verið sektir eða fangelsi í versta falli. Fagnar rannsókninni „Við hjá Eflingu fögnum þessu og vonum að niðurstaða skoðunarinnar verði með þeim hætti að öllum verði ljóst að þarna sé sannarlega samkeppnislagabrot sem verið er að fremja,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður „Við sendum í síðasta mánuði erindi til Samkeppniseftirlitsins, Efling, SGS og ASÍ saman, og vöktum athygli eftirlitsins á því að Virðing væri ekki raunverulegt stéttarfélag - sem það augljóslega er ekki - heldur skúffufélag stofnað af hópi atvinnurekenda í veitngabransanum í þeim tilgangi að lækka laun starfsfólks.“ Þau hafi hvatt Samkeppniseftirlitið til að skoða málið. „Og erum auðvitað mjög ánægð með að þau hafi ákveðið að hefja þessa rannsókn.“ „Eitthvað klór út í loftið“ Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Virðingar, segir unnið að svari. „Við eigum ekki von á neinu öðru en að þessu verði vísað frá.“ Það sé ekki mikið verk að finna til þau gögn sem óskað sé eftir. Valdimar Leó Friðriksson er framkvæmdastjóri Virðingar. Efling hefur staðið fyrir mótmælum vegna málsins. „Þetta er tiltölulega fljótunnið. Ég hóf störf í janúar en þetta var stofnað í september. Þeir sem stóðu að stofnuninni hafa verið að tína þetta til.“ Hann er hugsi yfir rannsókn Samkeppniseftirlitsins. „Þetta er mjög einkennilegt að fara með svona mál í Samkeppniseftirlitið. Eitthvað klór út í loftið.“ Eftirlitið hefur þó ákveðið að taka málið til formlegrar rannsóknar sem bendi til þess að einhverjar grunsemdir séu um samráð, eða hvað? „Ég kann ekkert á það og veit ekki ástæðu þess. En öll gögn og allt er á hreinu. Þetta gengur sinn gagn og veðrur gott að fá jákvætt svar út úr þessu fyrir Virðingu.“ Einar Þór Sverrisson lögmaður sem gætir hagsmuna SVEIT segir málið stórfurðulegt. Unnið sé að andmælum. „Það vekur stórfurðu að á meðan málið er á andmælafresti sé verið að afhenda bréfin til stéttarfélaganna sem þau notuðu í óróðursherferð bæði gegn SVEIT og aðildarfélögunum sem alfarið hafna þeim ásökunum sem á þau eru borin,“ segir Einar Þór. Ekki náðist í Aðalgeir Ásvaldsson hjá SVEIT við vinnslu fréttarinnar.
Stéttarfélög Veitingastaðir Samkeppnismál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira