Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2025 11:58 Tekjur Bílastæðasjóðs jukust hressilega milli ára frá 2023 til 2024. Vísir/Vilhelm Tekjur Bílastæðasjóðs jukust um 476 milljónir milli ára frá 2023 til 2024. Þar af jukust tekjur af gjaldskyldum bílastæðum um 270 milljónir sem skýrist af stækkun P1-gjaldsvæðis. Þá fjölgaði íbúakortum um 211 stykki. Þetta kemur fram í minnisblaði um sundurliðun tekna Bílastæðasjóðs fyrir árin 2022, 2023 og 2024 sem unnið var af umhverfis- og skipulagssviði og var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 9. apríl 2025 síðastliðinn. Aukningin milli ára er að stærstum hluta tilkomin vegna stækkunar P1-svæðis sem gerði að verkum að P1-stæðum fjölgaði úr 773 í 905 milli ára. Það skýrir hvers vegna tekjur af P1-stæðum jukust um tæpar 179 milljónir frá 2023 til 2024. Tafla sem sýnir tekjur af gjaldskyldum bílastæðum, íbúakortum, stöðumælasektum, bílahúsum og öðrum tekjum. Á sama tíma fjölgaði P2-stæðum aðeins um fimm talsins en tekjur af þeim jukust samt um rúmar 127 milljónir. P3-stæðum fækkaði um 82 en tekjurnar jukust um tíu milljónir og P-4 fækkaði um 29 en tekjurnar jukust um tvær milljónir. Þessar auknu tekjur skýrast af því að verð á gjaldsvæðunum þremur hækkaði um tíu krónur milli ára. Tekjur af óflokkuðum P1-P3-stæðum dragast hins vegar töluvert saman, fara úr tæpum 97 milljónum árið 2023 í 50 milljónir 2024. Fleiri stöðumælasektir og íbúakort Tekjur af stöðumælasektum aukast um 73 milljónir milli ára, úr rúmlega 423 milljónum í 496 milljónir. Þar af aukast tekjur af aukastöðugjöldum, sem lögð eru á bifreiðar þar sem ekki hefur verið greitt fyrir afnot bílastæðis á gjaldskyldu svæði, um 56 milljónir. Tekjur af íbúakortum aukast milli ára um 12 milljónir en þeim fjölgaði um 211 milli ára, úr 1.552 árið 2023 í 1.763 árið 2024. Á tveimur árum hefur íbúakortum fjölgað um 685 stykki. Þrátt fyrir að bílastæðum í bílastæðum hafi ekki fjölgað þá aukast tekjurnar um 64 milljónir frá 2023 til 2024. Slík stæði hafa haldist jafnmörg, 1.145 talsins, frá 2022 en tekjurnar á sama tíma aukist um tæpar 130 milljónir. „Aðrar tekjur“ margfaldast milli ára Eitt sem vekur athygli í minnisblaðinu eru svokallaðar „aðrar tekjur“ sem eru margfalt hærri árið 2024 en árin tvö á undan. Þær voru 94 milljónir í fyrra meðan þær voru tæpar 39 milljónir árið 2023 og aðeins 21 milljón árið 2022. Að sögn Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, tengist stærstur hluti annarra tekna byggingaruppbyggingu inni á gjaldskyldum svæðum þegar verktakar fá afnot af gjaldskyldum stæðum. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, er einn af ábyrgðarmönnum minnisblaðsins. „Gjaldið er mjög hóflegt í sjálfu sér,“ segir Guðbjörg. Aukninguna milli ára telur Guðbjörg vera í takt við uppbyggingu á gjaldskyldum svæðum. Þar að auki stóðu lengi yfir kvikmyndatökur við Höfða og segir Guðbjörg kvikmyndagerðarmenn þá hafa lagt undir sig fjölmörg bílastæði sem þeir þurftu að greiða fyrir. Reykjavík Bílastæði Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði um sundurliðun tekna Bílastæðasjóðs fyrir árin 2022, 2023 og 2024 sem unnið var af umhverfis- og skipulagssviði og var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 9. apríl 2025 síðastliðinn. Aukningin milli ára er að stærstum hluta tilkomin vegna stækkunar P1-svæðis sem gerði að verkum að P1-stæðum fjölgaði úr 773 í 905 milli ára. Það skýrir hvers vegna tekjur af P1-stæðum jukust um tæpar 179 milljónir frá 2023 til 2024. Tafla sem sýnir tekjur af gjaldskyldum bílastæðum, íbúakortum, stöðumælasektum, bílahúsum og öðrum tekjum. Á sama tíma fjölgaði P2-stæðum aðeins um fimm talsins en tekjur af þeim jukust samt um rúmar 127 milljónir. P3-stæðum fækkaði um 82 en tekjurnar jukust um tíu milljónir og P-4 fækkaði um 29 en tekjurnar jukust um tvær milljónir. Þessar auknu tekjur skýrast af því að verð á gjaldsvæðunum þremur hækkaði um tíu krónur milli ára. Tekjur af óflokkuðum P1-P3-stæðum dragast hins vegar töluvert saman, fara úr tæpum 97 milljónum árið 2023 í 50 milljónir 2024. Fleiri stöðumælasektir og íbúakort Tekjur af stöðumælasektum aukast um 73 milljónir milli ára, úr rúmlega 423 milljónum í 496 milljónir. Þar af aukast tekjur af aukastöðugjöldum, sem lögð eru á bifreiðar þar sem ekki hefur verið greitt fyrir afnot bílastæðis á gjaldskyldu svæði, um 56 milljónir. Tekjur af íbúakortum aukast milli ára um 12 milljónir en þeim fjölgaði um 211 milli ára, úr 1.552 árið 2023 í 1.763 árið 2024. Á tveimur árum hefur íbúakortum fjölgað um 685 stykki. Þrátt fyrir að bílastæðum í bílastæðum hafi ekki fjölgað þá aukast tekjurnar um 64 milljónir frá 2023 til 2024. Slík stæði hafa haldist jafnmörg, 1.145 talsins, frá 2022 en tekjurnar á sama tíma aukist um tæpar 130 milljónir. „Aðrar tekjur“ margfaldast milli ára Eitt sem vekur athygli í minnisblaðinu eru svokallaðar „aðrar tekjur“ sem eru margfalt hærri árið 2024 en árin tvö á undan. Þær voru 94 milljónir í fyrra meðan þær voru tæpar 39 milljónir árið 2023 og aðeins 21 milljón árið 2022. Að sögn Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, tengist stærstur hluti annarra tekna byggingaruppbyggingu inni á gjaldskyldum svæðum þegar verktakar fá afnot af gjaldskyldum stæðum. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, er einn af ábyrgðarmönnum minnisblaðsins. „Gjaldið er mjög hóflegt í sjálfu sér,“ segir Guðbjörg. Aukninguna milli ára telur Guðbjörg vera í takt við uppbyggingu á gjaldskyldum svæðum. Þar að auki stóðu lengi yfir kvikmyndatökur við Höfða og segir Guðbjörg kvikmyndagerðarmenn þá hafa lagt undir sig fjölmörg bílastæði sem þeir þurftu að greiða fyrir.
Reykjavík Bílastæði Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira