Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2025 11:58 Tekjur Bílastæðasjóðs jukust hressilega milli ára frá 2023 til 2024. Vísir/Vilhelm Tekjur Bílastæðasjóðs jukust um 476 milljónir milli ára frá 2023 til 2024. Þar af jukust tekjur af gjaldskyldum bílastæðum um 270 milljónir sem skýrist af stækkun P1-gjaldsvæðis. Þá fjölgaði íbúakortum um 211 stykki. Þetta kemur fram í minnisblaði um sundurliðun tekna Bílastæðasjóðs fyrir árin 2022, 2023 og 2024 sem unnið var af umhverfis- og skipulagssviði og var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 9. apríl 2025 síðastliðinn. Aukningin milli ára er að stærstum hluta tilkomin vegna stækkunar P1-svæðis sem gerði að verkum að P1-stæðum fjölgaði úr 773 í 905 milli ára. Það skýrir hvers vegna tekjur af P1-stæðum jukust um tæpar 179 milljónir frá 2023 til 2024. Tafla sem sýnir tekjur af gjaldskyldum bílastæðum, íbúakortum, stöðumælasektum, bílahúsum og öðrum tekjum. Á sama tíma fjölgaði P2-stæðum aðeins um fimm talsins en tekjur af þeim jukust samt um rúmar 127 milljónir. P3-stæðum fækkaði um 82 en tekjurnar jukust um tíu milljónir og P-4 fækkaði um 29 en tekjurnar jukust um tvær milljónir. Þessar auknu tekjur skýrast af því að verð á gjaldsvæðunum þremur hækkaði um tíu krónur milli ára. Tekjur af óflokkuðum P1-P3-stæðum dragast hins vegar töluvert saman, fara úr tæpum 97 milljónum árið 2023 í 50 milljónir 2024. Fleiri stöðumælasektir og íbúakort Tekjur af stöðumælasektum aukast um 73 milljónir milli ára, úr rúmlega 423 milljónum í 496 milljónir. Þar af aukast tekjur af aukastöðugjöldum, sem lögð eru á bifreiðar þar sem ekki hefur verið greitt fyrir afnot bílastæðis á gjaldskyldu svæði, um 56 milljónir. Tekjur af íbúakortum aukast milli ára um 12 milljónir en þeim fjölgaði um 211 milli ára, úr 1.552 árið 2023 í 1.763 árið 2024. Á tveimur árum hefur íbúakortum fjölgað um 685 stykki. Þrátt fyrir að bílastæðum í bílastæðum hafi ekki fjölgað þá aukast tekjurnar um 64 milljónir frá 2023 til 2024. Slík stæði hafa haldist jafnmörg, 1.145 talsins, frá 2022 en tekjurnar á sama tíma aukist um tæpar 130 milljónir. „Aðrar tekjur“ margfaldast milli ára Eitt sem vekur athygli í minnisblaðinu eru svokallaðar „aðrar tekjur“ sem eru margfalt hærri árið 2024 en árin tvö á undan. Þær voru 94 milljónir í fyrra meðan þær voru tæpar 39 milljónir árið 2023 og aðeins 21 milljón árið 2022. Að sögn Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, tengist stærstur hluti annarra tekna byggingaruppbyggingu inni á gjaldskyldum svæðum þegar verktakar fá afnot af gjaldskyldum stæðum. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, er einn af ábyrgðarmönnum minnisblaðsins. „Gjaldið er mjög hóflegt í sjálfu sér,“ segir Guðbjörg. Aukninguna milli ára telur Guðbjörg vera í takt við uppbyggingu á gjaldskyldum svæðum. Þar að auki stóðu lengi yfir kvikmyndatökur við Höfða og segir Guðbjörg kvikmyndagerðarmenn þá hafa lagt undir sig fjölmörg bílastæði sem þeir þurftu að greiða fyrir. Reykjavík Bílastæði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði um sundurliðun tekna Bílastæðasjóðs fyrir árin 2022, 2023 og 2024 sem unnið var af umhverfis- og skipulagssviði og var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 9. apríl 2025 síðastliðinn. Aukningin milli ára er að stærstum hluta tilkomin vegna stækkunar P1-svæðis sem gerði að verkum að P1-stæðum fjölgaði úr 773 í 905 milli ára. Það skýrir hvers vegna tekjur af P1-stæðum jukust um tæpar 179 milljónir frá 2023 til 2024. Tafla sem sýnir tekjur af gjaldskyldum bílastæðum, íbúakortum, stöðumælasektum, bílahúsum og öðrum tekjum. Á sama tíma fjölgaði P2-stæðum aðeins um fimm talsins en tekjur af þeim jukust samt um rúmar 127 milljónir. P3-stæðum fækkaði um 82 en tekjurnar jukust um tíu milljónir og P-4 fækkaði um 29 en tekjurnar jukust um tvær milljónir. Þessar auknu tekjur skýrast af því að verð á gjaldsvæðunum þremur hækkaði um tíu krónur milli ára. Tekjur af óflokkuðum P1-P3-stæðum dragast hins vegar töluvert saman, fara úr tæpum 97 milljónum árið 2023 í 50 milljónir 2024. Fleiri stöðumælasektir og íbúakort Tekjur af stöðumælasektum aukast um 73 milljónir milli ára, úr rúmlega 423 milljónum í 496 milljónir. Þar af aukast tekjur af aukastöðugjöldum, sem lögð eru á bifreiðar þar sem ekki hefur verið greitt fyrir afnot bílastæðis á gjaldskyldu svæði, um 56 milljónir. Tekjur af íbúakortum aukast milli ára um 12 milljónir en þeim fjölgaði um 211 milli ára, úr 1.552 árið 2023 í 1.763 árið 2024. Á tveimur árum hefur íbúakortum fjölgað um 685 stykki. Þrátt fyrir að bílastæðum í bílastæðum hafi ekki fjölgað þá aukast tekjurnar um 64 milljónir frá 2023 til 2024. Slík stæði hafa haldist jafnmörg, 1.145 talsins, frá 2022 en tekjurnar á sama tíma aukist um tæpar 130 milljónir. „Aðrar tekjur“ margfaldast milli ára Eitt sem vekur athygli í minnisblaðinu eru svokallaðar „aðrar tekjur“ sem eru margfalt hærri árið 2024 en árin tvö á undan. Þær voru 94 milljónir í fyrra meðan þær voru tæpar 39 milljónir árið 2023 og aðeins 21 milljón árið 2022. Að sögn Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, tengist stærstur hluti annarra tekna byggingaruppbyggingu inni á gjaldskyldum svæðum þegar verktakar fá afnot af gjaldskyldum stæðum. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, er einn af ábyrgðarmönnum minnisblaðsins. „Gjaldið er mjög hóflegt í sjálfu sér,“ segir Guðbjörg. Aukninguna milli ára telur Guðbjörg vera í takt við uppbyggingu á gjaldskyldum svæðum. Þar að auki stóðu lengi yfir kvikmyndatökur við Höfða og segir Guðbjörg kvikmyndagerðarmenn þá hafa lagt undir sig fjölmörg bílastæði sem þeir þurftu að greiða fyrir.
Reykjavík Bílastæði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira