Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. apríl 2025 07:15 Fjárfestar í kauphöllinni í New York fylgjast spenntir með nýjustu upplýsingum frá forsetanum sem hefur margoft skipt um kúrs á síðustu dögum. AP Photo/Seth Wenig Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. Þegar hann dró í land að stærstum hluta í fyrradag, og setti tollahækkanir á ís, tóku markaðir við sér en það entist ekki lengi og lækkun varð í kauphöllinni í New York í gær á ný. Sömu sögu hefur verið að segja af Asíumörkuðum í nótt og óvissan um hvað gerist næst er greinilega ekki að fylla fjárfesta á hlutabréfamarkaði sjálfstrausti. Þessvegna verður gullið fyrir valinu en góðmálmurinn er yfirleitt talin ein öruggasta fjárfesting sem völ er á. Trump hefur enn bætt í hótanir sínar gagnvart Kína og segir nú að tollur á vörur frá Kína sé 145 prósent. Þar af sé sérstakur 20 prósenta tollur sem hann sett á dögunum vegna ólöglegs fentanýls innflutnings til Bandaríkjanna enn í gildi. Trump segist þó enn vera bjartsýnn á að hægt verði að komast að einhverskonar samkomulagi við Kínverja, sem hafa á móti hótað himinháum tollum á bandarískar vörur. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna. Viðskiptaþvinganir Donald Trump Bandaríkin Kauphöllin Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þegar hann dró í land að stærstum hluta í fyrradag, og setti tollahækkanir á ís, tóku markaðir við sér en það entist ekki lengi og lækkun varð í kauphöllinni í New York í gær á ný. Sömu sögu hefur verið að segja af Asíumörkuðum í nótt og óvissan um hvað gerist næst er greinilega ekki að fylla fjárfesta á hlutabréfamarkaði sjálfstrausti. Þessvegna verður gullið fyrir valinu en góðmálmurinn er yfirleitt talin ein öruggasta fjárfesting sem völ er á. Trump hefur enn bætt í hótanir sínar gagnvart Kína og segir nú að tollur á vörur frá Kína sé 145 prósent. Þar af sé sérstakur 20 prósenta tollur sem hann sett á dögunum vegna ólöglegs fentanýls innflutnings til Bandaríkjanna enn í gildi. Trump segist þó enn vera bjartsýnn á að hægt verði að komast að einhverskonar samkomulagi við Kínverja, sem hafa á móti hótað himinháum tollum á bandarískar vörur. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna.
Viðskiptaþvinganir Donald Trump Bandaríkin Kauphöllin Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent