Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 19:00 Sérsveitin á vettvangi. Mynd úr safni. vísir/vilhelm Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“ Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“
Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira