Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2025 07:47 Íslensk áhöfn Cargolux-flugvélar á flugvellinum í Singapore árið 1976. Frá vinstri: Friðrik Guðjónsson, Ómar Steindórsson, Jóhannes Kristinsson og Eyjólfur Hauksson. Cargolux Ungir íslenskir flugmenn sem misstu vinnuna hjá Loftleiðum upp úr 1970 færðu sig flestir yfir til hins nýstofnaða félags Cargolux. Þar biðu þeirra meiri ævintýri en þeir höfðu áður kynnst en einnig miklar áskoranir. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fræðumst við um sögu landnáms íslenska flugfólksins í Lúxemborg. Eiginmennirnir flugu um allan heim og voru oft langdvölum að heiman. Hlutskipti eiginkvennanna varð að halda utan um heimilið og börnin í ókunnu landi. Björn Sverrisson og Salvör Þormóðsdóttir á heimili sínu í Móseldalnum í Lúxemborg. Þau störfuðu bæði hjá Loftleiðum og luku starfsferlinum hjá Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Ég var eins og sjómannskona. Hann var alltaf í burtu,“ segir Salvör Þormóðsdóttir. „Við vorum mikið í burtu fyrstu árin,“ segir eiginmaðurinn Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri. „Þeir komu heim kannski eftir þriggja vikna túr í einn sólarhring. Og svo fóru þeir aftur. Maður náði ekki að þvo fötin. Þannig að vorum dálítið mikið svona einar, konurnar á sínum tíma,“ segir Salvör. Íslendingar í hópi fyrrverandi starfsmanna Cargolux hittast reglulega á kaffihúsi í Lúxemborg. Frá vinstri: Ólafur Gunnlaugsson flugstjóri, Björn Finnbjörnsson flugstjóri, Gylfi Tryggvason flugvirki, fyrrverandi deildarstjóri viðhaldsdeildar Cargolux, Tómas Eyjólfsson flugstjóri, Hermann Friðriksson flugstjóri, Sigurður Lárusson, fyrrverandi deildarstjóri tækjadeildar Cargolux, Guðlaugur Guðfinnsson flugvirki, Arnar Bjarnason flugvélstjóri, Jóhannes Kristinsson flugstjóri. Lengst til hægri sést aðeins í Agnar Sigurvinsson.Egill Aðalsteinsson Venjulegir íslenskir alþýðustrákar, sem alist höfðu upp á afskekktri eyju í Norður-Atlantshafi, voru farnir að fljúga um allan heim. „Þetta var algjört ævintýri,“ segir Jóhannes Kristinsson, fyrrverandi flugstjóri. Agnar Sigurvinsson, fyrrverandi flugvélstjóri og flugvirki, sýnir hvar fyrstu húsakynni Cargolux voru á Findel-flugvelli.Egill Aðalsteinsson Flestir litu á starfið í Lúxemborg sem skammtímaverkefni, til tveggja eða í mesta lagi til fimm ára. Canadair CL 44-flugvélar Cargolux á Findel-flugvelli í Lúxemborg. Þær komu frá Loftleiðum, sem voru eina flugfélagið sem nýtti þær til farþegaflutninga og nefndu Rolls Royce 400.Cargolux Meira en hálfri öld síðar lýsa Íslendingarnir því hversvegna þeir ílentust í Lúxemborg en sneru ekki aftur heim til Íslands. Hér má sjá ellefu mínútna kafla: Þetta er fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Seinni þátturinn um Lúxemborgarnýlenduna verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Flugþjóðin Lúxemborg Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fræðumst við um sögu landnáms íslenska flugfólksins í Lúxemborg. Eiginmennirnir flugu um allan heim og voru oft langdvölum að heiman. Hlutskipti eiginkvennanna varð að halda utan um heimilið og börnin í ókunnu landi. Björn Sverrisson og Salvör Þormóðsdóttir á heimili sínu í Móseldalnum í Lúxemborg. Þau störfuðu bæði hjá Loftleiðum og luku starfsferlinum hjá Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Ég var eins og sjómannskona. Hann var alltaf í burtu,“ segir Salvör Þormóðsdóttir. „Við vorum mikið í burtu fyrstu árin,“ segir eiginmaðurinn Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri. „Þeir komu heim kannski eftir þriggja vikna túr í einn sólarhring. Og svo fóru þeir aftur. Maður náði ekki að þvo fötin. Þannig að vorum dálítið mikið svona einar, konurnar á sínum tíma,“ segir Salvör. Íslendingar í hópi fyrrverandi starfsmanna Cargolux hittast reglulega á kaffihúsi í Lúxemborg. Frá vinstri: Ólafur Gunnlaugsson flugstjóri, Björn Finnbjörnsson flugstjóri, Gylfi Tryggvason flugvirki, fyrrverandi deildarstjóri viðhaldsdeildar Cargolux, Tómas Eyjólfsson flugstjóri, Hermann Friðriksson flugstjóri, Sigurður Lárusson, fyrrverandi deildarstjóri tækjadeildar Cargolux, Guðlaugur Guðfinnsson flugvirki, Arnar Bjarnason flugvélstjóri, Jóhannes Kristinsson flugstjóri. Lengst til hægri sést aðeins í Agnar Sigurvinsson.Egill Aðalsteinsson Venjulegir íslenskir alþýðustrákar, sem alist höfðu upp á afskekktri eyju í Norður-Atlantshafi, voru farnir að fljúga um allan heim. „Þetta var algjört ævintýri,“ segir Jóhannes Kristinsson, fyrrverandi flugstjóri. Agnar Sigurvinsson, fyrrverandi flugvélstjóri og flugvirki, sýnir hvar fyrstu húsakynni Cargolux voru á Findel-flugvelli.Egill Aðalsteinsson Flestir litu á starfið í Lúxemborg sem skammtímaverkefni, til tveggja eða í mesta lagi til fimm ára. Canadair CL 44-flugvélar Cargolux á Findel-flugvelli í Lúxemborg. Þær komu frá Loftleiðum, sem voru eina flugfélagið sem nýtti þær til farþegaflutninga og nefndu Rolls Royce 400.Cargolux Meira en hálfri öld síðar lýsa Íslendingarnir því hversvegna þeir ílentust í Lúxemborg en sneru ekki aftur heim til Íslands. Hér má sjá ellefu mínútna kafla: Þetta er fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Seinni þátturinn um Lúxemborgarnýlenduna verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna:
Flugþjóðin Lúxemborg Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44