Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 13:15 Bullseye hefur notið nokkurra vinsælda og hýst alþjóðleg pílumót. Vísir/Hulda Margrét „Allt hefur sinn tíma og öll vitum við að á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira.” Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim. Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim.
Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira