Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2025 09:53 Íslensk stjórnvöld hafa ekki hirt um að innleiða EES-reglur um úrgang og umbúðir. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu hefur vísað tveimur málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins og áminnt Ísland fyrir brot á reglum um úrgang. Áminningin er vegna skorts á áætlunum um meðhöndlun og forvarnir gegn úrgangi. Íslensk stjórnvöld hafa fengið formlegt áminningarbréf vegna brota á EES-reglum um úrgang eftir eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnunin hefur eftirlit með því að EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein fylgi reglum evrópska efnahagssvæðisins. Ísland er áminnt fyrir að tryggja ekki að áætlanir um meðhöndlun úrgangs og forvarnir gegn úrgangi séu til staðar á landsvísu í samræmi við rammatilskipun um úrgang. Formlegt áminningarbréf er sagt fyrsta skrefið í samningsbrotamáli. Enn hafi nokkur íslensk sveitarfélög ekki sett á fót svæðisbundnar útgangsstjórnunaráætlanir eins og þeim sé skylt samkvæmt tilskipuninni. Þá hafi landsbundin áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs ekki verið uppfærð eins og ætlast sé til. Höfum ekki innleitt að fullu reglur um umbúðir Þá vísaði ESA tveimur aðskildum málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur aðeins innleitt EES-reglur að hluta til. Vísun mála til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegum samningsbrotamálum ESA gegn aðildarríkjum. Fyrra málið er sagt varða urðun úrgangs en reglurnar sem Ísland hefur enn ekki innleitt að fullu eiga að takmarka magn úrgangs sem er sent til urðunar og setja fram rekstrarkröfur fyrir urðunarstaði til að vernda heilsu manna og umhverfið. ESA áminnti Ísland í ágúst árið 2022 og rökstuddi það álit í febrúar 2023. Hitt málið snýst um að Ísland hafi ekk innleitt að fullu reglur um umbúðir og umbúðaúrgang sem kveða á um hvaða tegundir umbúða megi setja á markað innan evrópska efnahagssvæðisins. Formlegt áminningarbréf var gefið út vegna þess í mars 2022 og álit ESA rökstutt í maí sama ár. EES-samningurinn Evrópusambandið Sorphirða Stjórnsýsla Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fengið formlegt áminningarbréf vegna brota á EES-reglum um úrgang eftir eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnunin hefur eftirlit með því að EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein fylgi reglum evrópska efnahagssvæðisins. Ísland er áminnt fyrir að tryggja ekki að áætlanir um meðhöndlun úrgangs og forvarnir gegn úrgangi séu til staðar á landsvísu í samræmi við rammatilskipun um úrgang. Formlegt áminningarbréf er sagt fyrsta skrefið í samningsbrotamáli. Enn hafi nokkur íslensk sveitarfélög ekki sett á fót svæðisbundnar útgangsstjórnunaráætlanir eins og þeim sé skylt samkvæmt tilskipuninni. Þá hafi landsbundin áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs ekki verið uppfærð eins og ætlast sé til. Höfum ekki innleitt að fullu reglur um umbúðir Þá vísaði ESA tveimur aðskildum málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur aðeins innleitt EES-reglur að hluta til. Vísun mála til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegum samningsbrotamálum ESA gegn aðildarríkjum. Fyrra málið er sagt varða urðun úrgangs en reglurnar sem Ísland hefur enn ekki innleitt að fullu eiga að takmarka magn úrgangs sem er sent til urðunar og setja fram rekstrarkröfur fyrir urðunarstaði til að vernda heilsu manna og umhverfið. ESA áminnti Ísland í ágúst árið 2022 og rökstuddi það álit í febrúar 2023. Hitt málið snýst um að Ísland hafi ekk innleitt að fullu reglur um umbúðir og umbúðaúrgang sem kveða á um hvaða tegundir umbúða megi setja á markað innan evrópska efnahagssvæðisins. Formlegt áminningarbréf var gefið út vegna þess í mars 2022 og álit ESA rökstutt í maí sama ár.
EES-samningurinn Evrópusambandið Sorphirða Stjórnsýsla Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent