Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. apríl 2025 08:30 Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun