„Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 22:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir stjórnarandstöðuna í nefndum. Fyrsta umræða sé því fyrsta tækifæri andstöðunnar til að koma sínum athugasemdum að. Stöð 2 Ríkisstjórnin segir stjórnarandstöðuna standa fyrir málþófi til að hindra að þingmál komist til nefnda fyrir páska. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir þingið í nefndum Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira