„Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 22:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir stjórnarandstöðuna í nefndum. Fyrsta umræða sé því fyrsta tækifæri andstöðunnar til að koma sínum athugasemdum að. Stöð 2 Ríkisstjórnin segir stjórnarandstöðuna standa fyrir málþófi til að hindra að þingmál komist til nefnda fyrir páska. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir þingið í nefndum Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira