Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. apríl 2025 06:00 Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun