Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 14:40 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira