Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 10:30 Stelpurnar okkar mæta Ísrael í tómri höll í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. Staldra þarf við þegar tvær mismunandi nefndir innan Sameinuðu þjóðanna og mannréttindavaktin, Human Rights Watch, segja aðgerðir Ísraela hafa farið yfir þröskuld þess sem flokkast megi sem þjóðarmorð. Það liggur kæra fyrir hjá Alþjóðadómstólnum. Það kallar eðlilega á gagnrýni fólks þegar hingað til lands kemur ísraelskt íþróttalið að etja kappi við íslenskt. Að viðburðurinn sé eins og hver annar landsleikur líkt og ekkert hafi gengið á. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segist mikinn skilning hafa á reiði fólks vegna komandi leikja liðsins. Þessir tveir leikir skera úr um hvort Ísland eða Ísrael fari á HM sem byrjar í nóvember. Arnar segir stöðuna erfiða. Strembið sé að einblína á handboltann sjálfan. Skiljanlega. Hann vilji ekki vera í þessari stöðu, ekki heldur liðið. Ísland hafi ekki valið sér þennan andstæðing, sem er alveg rétt. Ísrael er eitt ellefu liða sem Ísland hefði getað mætt en drátturinn fór á þennan veg. Óljósar ástæður öryggisbrests Leikirnir fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og á morgun fyrir luktum dyrum. Ríkislögreglustjóri segir öryggisógn af því að hafa áhorfendur á vellinum. Ástæðurnar eru óljósar. Fjöldi stærri viðburða hefur farið fram hér á landi án vandræða. Koma illuppfyllanlegar öryggiskröfur frá Ísraelum sjálfum? Kallar vera þessa ísraelska liðs hér á landi hreinlega á ógnir sem almennt koma ekki upp á alþjóðlegum íþróttaviðburðum hér á landi? Er óframkvæmanlegt að keppa áhættulaust við fulltrúa Ísraelsríkis? Það segir sitt um hneisuna að þetta lið fái að taka þátt yfir höfuð. Enginn vill spila við Ísrael. Á meðan 20 önnur lið keppast í komandi umspili um sæti á HM án allra vandræða heima og að heiman (nema Úkraína sem þarf að spila í Litáen) á þessi vitleysa sér stað hér á landi. Vitleysa sem öllum er ljóst að dregur úr vægi keppninnar. Hver eru áhrifin af sniðgöngu? Skiljanlega er kallað eftir sniðgöngunni vegna þess sem gengur á í Palestínu en þegar blóð er sagt á höndum leikmanna íslenska liðsins vegna komandi leiks þarf að staldra við. Skilaboð sniðgöngu yrðu hugsanlega einhver en erfitt er að gefa sér hver niðurstaðan af henni yrði. Við vitum ekki hverjar afleiðingarnar yrðu eða viðbrögð umheimsins. Sniðgangan gæti skapað fyrirsagnir í nokkra daga áður en þær féllu hreinlega í gleymskunnar dá líkt og aðrar hingað til. Frá árinu 2021 hafa tugir íþróttamanna reynt að senda álíka skilaboð með því að neita að mæta Ísraelum og kasta frá sér sæti í alþjóðlegri keppni. Þar eru íþróttamenn frá Jórdaníu, Súdan, Kúveit, Írak, Íran, Óman, Líbanon, Bangladess og Sýrlandi. Það hefur verið á alþjóðlegum mótum í til að mynda tennis, á brimbrettum, futsal, bardagaíþróttum, skák, borðtennis, sundi og íshokkí. Ef þú, lesandi góður, vissir af einhverri þessari sniðgöngu voru áhrifin einhver. En í öllum þeim tilvikum fengu ísraelsku mótherjarnir að halda sínu sæti og staðan á Gaza breyttist lítið. Ef ísraelska liðið er tól í vél ísraelska ríkisins til að réttlæta blóðbaðið á Gaza-ströndinni má færa rök fyrir því að liðið fái þeim mun stærra svið til þeirrar réttlætingar séu leikirnir sniðgengnir. Ísrael fær HM-sæti á silfurfati. Íþróttahreyfingarinnar og stjórnvalda að grípa í taumana Málin hafa verið rædd fram og til baka á skrifstofu HSÍ síðustu daga enda staðan erfið. Sniðganga kom þar til umræðu en ef til vill er skiljanlegt að falla frá slíkum hugmyndum með þetta í huga. Árangur af sniðgöngu í stóra samhenginu er í besta falli óljós. Alþjóðasambönd í íþróttum bera ábyrgð á stöðunni sem er uppi og þeirri öskrandi mótsögn að Ísraelar fái að keppa á alþjóðavettvangi meðan Rússar sitja úti í horni. Þau eru ábyrg fyrir því að skrípaleikir líkt og þessi sem á sér stað í kringum komandi landsleiki að Ásvöllum eigi sér stað. Höfum í huga að íslenska íþróttahreyfingin og hennar sérsambönd hafa tillögurétt innan alþjóðahreyfingarinnar. Lisa Klaveness, forseti norska fótboltasambandsins, reið á vaðið í desember þegar hún kallaði eftir aðgerðum þegar Noregur dróst með Ísrael í forkeppni HM í fótbolta. Það er alveg tímabært að taka það samtal og að íslensk íþróttahreyfing láti til sín taka á alþjóðavettvangi líkt og sú norska sem hefur einnig látið mannréttindamál í Katar og Sádi-Arabíu sig varða. Fátt heyrðist frá KSÍ í fyrra þegar karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í umspili fyrir EM 2024. Þar kom sniðganga ekki til umræðu á skrifstofu sambandsins. Landsliðið fagnar sigri á Íslandi á Ísrael að Ásvöllum veturinn 2022. Liðin mætast aftur, í þetta skipti fyrir tómri höll, á sama stað í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Það má velta fyrir sér sanngirninni í því að varpa allri ábyrgð til leikkvenna íslensks landsliðs sem ætlar sér á heimsmeistaramót og varð fyrir því óláni að dragast gegn Ísrael. Íþróttakonur sem eru settar í ómögulega stöðu og þora vart að koma í viðtöl af ótta við viðbrögð almennings. Að segja að hendur þeirra verði ataðar palestínsku blóði við að mæta ísraelsku liði er ósanngjarnt. Auðvitað þarf einhver að stíga skrefið en sú ábyrgð liggur hjá íslenskri íþróttahreyfingu og íslenskum stjórnvöldum, sem hafa verið jafn áberandi aðgerðalaus. Utan vallar HSÍ ÍSÍ Landslið kvenna í handbolta Ísrael HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Staldra þarf við þegar tvær mismunandi nefndir innan Sameinuðu þjóðanna og mannréttindavaktin, Human Rights Watch, segja aðgerðir Ísraela hafa farið yfir þröskuld þess sem flokkast megi sem þjóðarmorð. Það liggur kæra fyrir hjá Alþjóðadómstólnum. Það kallar eðlilega á gagnrýni fólks þegar hingað til lands kemur ísraelskt íþróttalið að etja kappi við íslenskt. Að viðburðurinn sé eins og hver annar landsleikur líkt og ekkert hafi gengið á. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segist mikinn skilning hafa á reiði fólks vegna komandi leikja liðsins. Þessir tveir leikir skera úr um hvort Ísland eða Ísrael fari á HM sem byrjar í nóvember. Arnar segir stöðuna erfiða. Strembið sé að einblína á handboltann sjálfan. Skiljanlega. Hann vilji ekki vera í þessari stöðu, ekki heldur liðið. Ísland hafi ekki valið sér þennan andstæðing, sem er alveg rétt. Ísrael er eitt ellefu liða sem Ísland hefði getað mætt en drátturinn fór á þennan veg. Óljósar ástæður öryggisbrests Leikirnir fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og á morgun fyrir luktum dyrum. Ríkislögreglustjóri segir öryggisógn af því að hafa áhorfendur á vellinum. Ástæðurnar eru óljósar. Fjöldi stærri viðburða hefur farið fram hér á landi án vandræða. Koma illuppfyllanlegar öryggiskröfur frá Ísraelum sjálfum? Kallar vera þessa ísraelska liðs hér á landi hreinlega á ógnir sem almennt koma ekki upp á alþjóðlegum íþróttaviðburðum hér á landi? Er óframkvæmanlegt að keppa áhættulaust við fulltrúa Ísraelsríkis? Það segir sitt um hneisuna að þetta lið fái að taka þátt yfir höfuð. Enginn vill spila við Ísrael. Á meðan 20 önnur lið keppast í komandi umspili um sæti á HM án allra vandræða heima og að heiman (nema Úkraína sem þarf að spila í Litáen) á þessi vitleysa sér stað hér á landi. Vitleysa sem öllum er ljóst að dregur úr vægi keppninnar. Hver eru áhrifin af sniðgöngu? Skiljanlega er kallað eftir sniðgöngunni vegna þess sem gengur á í Palestínu en þegar blóð er sagt á höndum leikmanna íslenska liðsins vegna komandi leiks þarf að staldra við. Skilaboð sniðgöngu yrðu hugsanlega einhver en erfitt er að gefa sér hver niðurstaðan af henni yrði. Við vitum ekki hverjar afleiðingarnar yrðu eða viðbrögð umheimsins. Sniðgangan gæti skapað fyrirsagnir í nokkra daga áður en þær féllu hreinlega í gleymskunnar dá líkt og aðrar hingað til. Frá árinu 2021 hafa tugir íþróttamanna reynt að senda álíka skilaboð með því að neita að mæta Ísraelum og kasta frá sér sæti í alþjóðlegri keppni. Þar eru íþróttamenn frá Jórdaníu, Súdan, Kúveit, Írak, Íran, Óman, Líbanon, Bangladess og Sýrlandi. Það hefur verið á alþjóðlegum mótum í til að mynda tennis, á brimbrettum, futsal, bardagaíþróttum, skák, borðtennis, sundi og íshokkí. Ef þú, lesandi góður, vissir af einhverri þessari sniðgöngu voru áhrifin einhver. En í öllum þeim tilvikum fengu ísraelsku mótherjarnir að halda sínu sæti og staðan á Gaza breyttist lítið. Ef ísraelska liðið er tól í vél ísraelska ríkisins til að réttlæta blóðbaðið á Gaza-ströndinni má færa rök fyrir því að liðið fái þeim mun stærra svið til þeirrar réttlætingar séu leikirnir sniðgengnir. Ísrael fær HM-sæti á silfurfati. Íþróttahreyfingarinnar og stjórnvalda að grípa í taumana Málin hafa verið rædd fram og til baka á skrifstofu HSÍ síðustu daga enda staðan erfið. Sniðganga kom þar til umræðu en ef til vill er skiljanlegt að falla frá slíkum hugmyndum með þetta í huga. Árangur af sniðgöngu í stóra samhenginu er í besta falli óljós. Alþjóðasambönd í íþróttum bera ábyrgð á stöðunni sem er uppi og þeirri öskrandi mótsögn að Ísraelar fái að keppa á alþjóðavettvangi meðan Rússar sitja úti í horni. Þau eru ábyrg fyrir því að skrípaleikir líkt og þessi sem á sér stað í kringum komandi landsleiki að Ásvöllum eigi sér stað. Höfum í huga að íslenska íþróttahreyfingin og hennar sérsambönd hafa tillögurétt innan alþjóðahreyfingarinnar. Lisa Klaveness, forseti norska fótboltasambandsins, reið á vaðið í desember þegar hún kallaði eftir aðgerðum þegar Noregur dróst með Ísrael í forkeppni HM í fótbolta. Það er alveg tímabært að taka það samtal og að íslensk íþróttahreyfing láti til sín taka á alþjóðavettvangi líkt og sú norska sem hefur einnig látið mannréttindamál í Katar og Sádi-Arabíu sig varða. Fátt heyrðist frá KSÍ í fyrra þegar karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í umspili fyrir EM 2024. Þar kom sniðganga ekki til umræðu á skrifstofu sambandsins. Landsliðið fagnar sigri á Íslandi á Ísrael að Ásvöllum veturinn 2022. Liðin mætast aftur, í þetta skipti fyrir tómri höll, á sama stað í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Það má velta fyrir sér sanngirninni í því að varpa allri ábyrgð til leikkvenna íslensks landsliðs sem ætlar sér á heimsmeistaramót og varð fyrir því óláni að dragast gegn Ísrael. Íþróttakonur sem eru settar í ómögulega stöðu og þora vart að koma í viðtöl af ótta við viðbrögð almennings. Að segja að hendur þeirra verði ataðar palestínsku blóði við að mæta ísraelsku liði er ósanngjarnt. Auðvitað þarf einhver að stíga skrefið en sú ábyrgð liggur hjá íslenskri íþróttahreyfingu og íslenskum stjórnvöldum, sem hafa verið jafn áberandi aðgerðalaus.
Utan vallar HSÍ ÍSÍ Landslið kvenna í handbolta Ísrael HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira