Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 23:09 Maðurinn hefur verið á Keflavíkurflugvellinum frá því á föstudag án alls. Vísir/Vilhelm Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi. Maðurinn kom til landsins á föstudag með flugi frá Berlín með vini sínum og samlanda. Strax við komu hafði lögreglan afskipti af þeim tveimur og kannar hvort þeir uppfylli skilyrði fyrir komu til landsins. Vini mannsins var frávísað á föstudagskvöld og hann yfirgaf landið á laugardagsmorgun. DV greindi fyrst frá. Maðurinn sem um ræðir var hins vegar handjárnaður og farið var með hann á lögreglustöð í Reykjanesbæ þar sem tekin var af honum skýrsla. Þar voru borin undir hann tvö mál, annars vegar hnífaárás og hins vegar meint kynferðisbrot en málið var fellt niður á sínum tíma. Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn hafi veitt villandi upplýsingar um ferðir sínar og tilgang dvalar á Íslandi. Þá sagðist hann vera heimsækja Ísland í fyrsta skipti en í gögnum lögreglu segir að hann hafi verið áður eftirlýstur fyrir stórfellda líkamsárás hérlendis auk annarra brota. Eftir skýrslutökuna fór maðurinn aftur á flugvöllinn á D-svæðið sem er fyrir flug fyrir utan Schengen. Þar hefur hann verið síðan á föstudag en auk þess var allt tekið af honum nema farsíminn. Hann sé því kominn upp á lögreglumenn sem gefa honum mat á um tólf tíma fresti þar sem hann sé ekki með brottfararspjald né peninga. Það var ekki fyrr en að maðurinn hafði samband við lögmann sinn sem hann fékk að hafa fataskipti á mánudagskvöld. „Mér finnst þetta vanvirðandi meðferð“ Maðurinn dvelur þar á meðan Útlendingastofnun sér um málið. Lögreglan hafi, í stað þess að brottvísa manninum við komu til landsins birt honum tilkynningu um að mögulega ætti að vísa honum úr landi. „Útlendingastofnun getur bara brottvísað mönnum sem að eru á Íslandi. Flugvöllurinn er tæknilega séð ekki íslenskt svæði,“ segir Gunnar Gíslason, lögmaður mannsins í samtali við fréttastofu. „Þannig hann er látinn dúsa þarna uppi á velli um helgina, í gær og í dag á meðan það er beðið eftir þessari ákvörðun frá Útlendingastofnun. Hún kom svo loksins seinnipartinn í dag. Þá er honum ákvörðuð brottvísun og endurkomubann til þriggja ára og það er í þessari ákvörðun vísað til þess að hann hafi verið ákærður fyrir meint kynferðisbrot, sem að var ekki.“ Kynferðisbrotamálið var fellt niður og fékk maðurinn greidda eina milljón króna í miskabætur þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi í einangrun í þrjá daga og í farbanni í þrjá mánuði. „Forsendur þessarar ákvörðunar Útlendingastofnunar, sem að Útlendingastofnun hefur ekki heimild til að taka, þær eru rangar. En aðalatriðið er þessi meðferð á manninum, hann er tekinn þarna og hent inn á D-svæðið,“ segir Gunnar. „Þessi meðferð að halda mönnum þarna, uppi á velli svona lengi, taka af þeim alla peninga og farangur og alla möguleika á því að geta nærst sjálfur. Gefa þeim mat einmitt á tólf tíma fresti. Mér finnst þetta ekki mannlegt, mér finnst þetta vanvirðandi meðferð.“ Verði enn á flugvellinum í nokkra daga Maðurinn átti bókað flug til Búdapest í morgun en hann fékk ekki að fara um borð í vélina þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar hafði ekki borist. Hann hafði bókað flugið áður en hann kom til landsins. „Niðurstaðan er sú að hann fær þessa ákvörðun og það á að fylgja honum í lögreglufylgd úr landi. Í staðinn fyrir að hleypa honum burt í morgun,“ segir Gunnar. Nú er málið komið í hendur heimfarar- og fylgdardeildar ríkislögreglustjóra og munu þeir sjá um lögreglufylgdina úr landi. „Þeir þurfa einhvern tíma í að græja flug og græja lögreglumenn til að fylgja honum út. Þetta getur tekið einhverja daga. Venjan hefur verið að þegar menn fá brottvísun og það þarf að fylgja þeim út þá eru þeir settir í gæsluvarðhald,“ segir Gunnar. Hann hafi ekki talað við manninn síðan um miðjan dag í dag og þá hafi hann enn verið á flugvellinum. Gunnar býst við að hann verði látinn bíða þar. Ótrúlega algengt að fólk dúsi á D-svæðinu Að sögn Gunnars er fólk oft látið dúsa á D-svæði flugvallarins á meðan verið sé að skoða mál þeirra. „Núna um helgina fékk ég alveg holskeflu af fólki uppi á velli sem hafði samband við mig.“ Til að mynda hafi einni albanskri konu á sextugsaldri verið frávísað um helgina þegar hún kom til landsins til að heimsækja son sinn. Hann sé með dvalarleyfi hérlendis en lögreglan taldi að hún hafi ekki uppfyllt skilyrði til dvalar hérlendis. „Um daginn var albanskur maður sem hefur búið hér í mörg ár með dvalarleyfi. Hann var að koma til landsins eftir að hann fór í áfengismeðferð til Albaníu og lögreglan tekur hann til hliðar, talar við hann og setur hann í tilkynningarskyldu. Sem felst í því að honum er hent inn á D-svæðið. Þar var hann í sólarhring á meðan þeir voru að skoða hans mál og síðan var honum hleypt í gegn,“ segir Gunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Mannréttindi Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Maðurinn kom til landsins á föstudag með flugi frá Berlín með vini sínum og samlanda. Strax við komu hafði lögreglan afskipti af þeim tveimur og kannar hvort þeir uppfylli skilyrði fyrir komu til landsins. Vini mannsins var frávísað á föstudagskvöld og hann yfirgaf landið á laugardagsmorgun. DV greindi fyrst frá. Maðurinn sem um ræðir var hins vegar handjárnaður og farið var með hann á lögreglustöð í Reykjanesbæ þar sem tekin var af honum skýrsla. Þar voru borin undir hann tvö mál, annars vegar hnífaárás og hins vegar meint kynferðisbrot en málið var fellt niður á sínum tíma. Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn hafi veitt villandi upplýsingar um ferðir sínar og tilgang dvalar á Íslandi. Þá sagðist hann vera heimsækja Ísland í fyrsta skipti en í gögnum lögreglu segir að hann hafi verið áður eftirlýstur fyrir stórfellda líkamsárás hérlendis auk annarra brota. Eftir skýrslutökuna fór maðurinn aftur á flugvöllinn á D-svæðið sem er fyrir flug fyrir utan Schengen. Þar hefur hann verið síðan á föstudag en auk þess var allt tekið af honum nema farsíminn. Hann sé því kominn upp á lögreglumenn sem gefa honum mat á um tólf tíma fresti þar sem hann sé ekki með brottfararspjald né peninga. Það var ekki fyrr en að maðurinn hafði samband við lögmann sinn sem hann fékk að hafa fataskipti á mánudagskvöld. „Mér finnst þetta vanvirðandi meðferð“ Maðurinn dvelur þar á meðan Útlendingastofnun sér um málið. Lögreglan hafi, í stað þess að brottvísa manninum við komu til landsins birt honum tilkynningu um að mögulega ætti að vísa honum úr landi. „Útlendingastofnun getur bara brottvísað mönnum sem að eru á Íslandi. Flugvöllurinn er tæknilega séð ekki íslenskt svæði,“ segir Gunnar Gíslason, lögmaður mannsins í samtali við fréttastofu. „Þannig hann er látinn dúsa þarna uppi á velli um helgina, í gær og í dag á meðan það er beðið eftir þessari ákvörðun frá Útlendingastofnun. Hún kom svo loksins seinnipartinn í dag. Þá er honum ákvörðuð brottvísun og endurkomubann til þriggja ára og það er í þessari ákvörðun vísað til þess að hann hafi verið ákærður fyrir meint kynferðisbrot, sem að var ekki.“ Kynferðisbrotamálið var fellt niður og fékk maðurinn greidda eina milljón króna í miskabætur þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi í einangrun í þrjá daga og í farbanni í þrjá mánuði. „Forsendur þessarar ákvörðunar Útlendingastofnunar, sem að Útlendingastofnun hefur ekki heimild til að taka, þær eru rangar. En aðalatriðið er þessi meðferð á manninum, hann er tekinn þarna og hent inn á D-svæðið,“ segir Gunnar. „Þessi meðferð að halda mönnum þarna, uppi á velli svona lengi, taka af þeim alla peninga og farangur og alla möguleika á því að geta nærst sjálfur. Gefa þeim mat einmitt á tólf tíma fresti. Mér finnst þetta ekki mannlegt, mér finnst þetta vanvirðandi meðferð.“ Verði enn á flugvellinum í nokkra daga Maðurinn átti bókað flug til Búdapest í morgun en hann fékk ekki að fara um borð í vélina þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar hafði ekki borist. Hann hafði bókað flugið áður en hann kom til landsins. „Niðurstaðan er sú að hann fær þessa ákvörðun og það á að fylgja honum í lögreglufylgd úr landi. Í staðinn fyrir að hleypa honum burt í morgun,“ segir Gunnar. Nú er málið komið í hendur heimfarar- og fylgdardeildar ríkislögreglustjóra og munu þeir sjá um lögreglufylgdina úr landi. „Þeir þurfa einhvern tíma í að græja flug og græja lögreglumenn til að fylgja honum út. Þetta getur tekið einhverja daga. Venjan hefur verið að þegar menn fá brottvísun og það þarf að fylgja þeim út þá eru þeir settir í gæsluvarðhald,“ segir Gunnar. Hann hafi ekki talað við manninn síðan um miðjan dag í dag og þá hafi hann enn verið á flugvellinum. Gunnar býst við að hann verði látinn bíða þar. Ótrúlega algengt að fólk dúsi á D-svæðinu Að sögn Gunnars er fólk oft látið dúsa á D-svæði flugvallarins á meðan verið sé að skoða mál þeirra. „Núna um helgina fékk ég alveg holskeflu af fólki uppi á velli sem hafði samband við mig.“ Til að mynda hafi einni albanskri konu á sextugsaldri verið frávísað um helgina þegar hún kom til landsins til að heimsækja son sinn. Hann sé með dvalarleyfi hérlendis en lögreglan taldi að hún hafi ekki uppfyllt skilyrði til dvalar hérlendis. „Um daginn var albanskur maður sem hefur búið hér í mörg ár með dvalarleyfi. Hann var að koma til landsins eftir að hann fór í áfengismeðferð til Albaníu og lögreglan tekur hann til hliðar, talar við hann og setur hann í tilkynningarskyldu. Sem felst í því að honum er hent inn á D-svæðið. Þar var hann í sólarhring á meðan þeir voru að skoða hans mál og síðan var honum hleypt í gegn,“ segir Gunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Mannréttindi Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira