Sniðganga var rædd innan HSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 08:00 Arnar Pétursson segir sniðgöngu á leiknum við Ísrael hafa komið til umræðu innan Handknattsleikssambandsins. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira