Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 13:03 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024 Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Ríkisendurskoðun Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024
Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Ríkisendurskoðun Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira