Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2025 11:00 Robbie Williams er alltaf brattur þó stundum blási á móti. Snemma á ferlinum glímdi hann við mikinn vímuefnavanda og barðist við þunglyndi. Undanfarin ár hefur hann opnað sig um líkamsskynjunarröskun. Getty Breska poppstjarna Robbie Williams segist hafa orðið svo vannærður eftir notkun megrunarlyfs að hann hafi fengið skyrbjúg. Williams hefur áður opnað sig um líkamsskynjunarröskun sína og þunglyndi. Hinn 51 árs Williams fór í stórt viðtal við Mirror fyrir komandi tónleikaferðalag sitt og lýsti þar heilbrigðisvandræðum sínum. Hann segist hafa tekið sykursýkislyf í ætt við Ozempic til að léttast og misst rúm tólf kíló. „Ég hætti að borða og fékk ekki næringu,“ sagði Williams. Í kjölfarið hafi hann fundið fyrir svo miklum C-vítamín-skorti að hann var greindur með skyrbjúg. „Sautjándu aldar sjóræningjasjúkdómur,“ sagði Robbie um skyrbjúginn sem er ekki algalin lýsing. Skyrbjúgur (scorbutus) er hörgulsjúkdómur sem stafar af C-vítamíns skort og var algengur hjá sjómönnum í aldir og sérstaklega mikið vandamál í lengri sjúkdómum. Eftir kerfisbundnar rannsóknir um miðja 18. öld uppgötvaðist að sjúkdómurinn orsakaðist af skorti á askorbínsýru eða C-vítamíni. Williams hefur barist við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) um árabil og opnaði sig um líkamsímynd sína 2023. Vegna röskunarinnar túlkaði hann áhyggjur fólks af því að hann væri orðinn of grannur sem frábærar. „Með líkamsskynjunarröskun, þegar fólk segist hafa áhyggjur af því hvernig þú lítur út, segir þú: ,Mér hefur tekist það.' Þegar fólk segir: , Við höfum áhyggjur af því að þú sért of grannur' fer það inn í höfuðið mitt sem: ,Dottinn í lukkupottinn. Ég er kominn í fyrirheitna landið',“ sagði Williams við Mirror. Taldi sig vera lausan við þunglyndið Williams, sem greindist með þunglyndi snemma á ferli sínum, lýsti því hvernig hann hefði í fyrsta skiptið í tíu ár fundið aftur fyrir einkennum þunglyndisins „Árið byrjaði á slæmri geðheilsu, sem ég hef ekki fundið fyrir í mjög mjög langan tíma. Ég var dapur, ég var kvíðinn, ég var þunglyndur,“ sagði söngvarinn sem hafði talið sig vera búinn með þann kafla ævi sinnar. „Ég hélt þetta væru endalok þeirrar sögu og ég myndi bara ganga inn í þetta stórkostlega undraland. Að það skyldi snúa aftur var ruglandi,“ sagði Williams um þunglyndið. Robbie Williams og eiginkona hans, leikkonana Ayda Field, viðstödd frumsýningu Better Man í fyrra.Getty Árið í ár var erfitt fyrir Williams sem viðurkenndi að honum gengi illa að eiga við veikindi foreldra sinna. Móðir Robbie, Janet Williams, greindist með elliglöp í fyrra og fjórum árum fyrr greindist faðir hans, Pete Conway, með Parkinson-taugahrörnunarsjúkdóm. „Í sannleika sagt er ég mjög upptekinn og mér gengur illa að eiga við aðstæðurnar. Ég veit ekki hvernig ég á að gera það, þetta er ótrúlega flókið,“ sagði Williams sem vildi þó ekki ræða málið frekar. Williams hefur átt flókið samband við foreldra sína eins og kom fram í ævisögumyndinni Better Man sem kom í bíóhús hérlendis fyrr á árinu. Þar er fjallað um hvernig faðir hans fór frá fjölskyldunni þegar Robbie var barn og hvernig móðuramma Robbie, sem hann var af náinn, greindist með elliglöp og hrakaði hratt. Gagnrýnandi Vísis rýndi í Better Man í febrúar og var ansi ánægður með ævisögumyndina. Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Hinn 51 árs Williams fór í stórt viðtal við Mirror fyrir komandi tónleikaferðalag sitt og lýsti þar heilbrigðisvandræðum sínum. Hann segist hafa tekið sykursýkislyf í ætt við Ozempic til að léttast og misst rúm tólf kíló. „Ég hætti að borða og fékk ekki næringu,“ sagði Williams. Í kjölfarið hafi hann fundið fyrir svo miklum C-vítamín-skorti að hann var greindur með skyrbjúg. „Sautjándu aldar sjóræningjasjúkdómur,“ sagði Robbie um skyrbjúginn sem er ekki algalin lýsing. Skyrbjúgur (scorbutus) er hörgulsjúkdómur sem stafar af C-vítamíns skort og var algengur hjá sjómönnum í aldir og sérstaklega mikið vandamál í lengri sjúkdómum. Eftir kerfisbundnar rannsóknir um miðja 18. öld uppgötvaðist að sjúkdómurinn orsakaðist af skorti á askorbínsýru eða C-vítamíni. Williams hefur barist við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) um árabil og opnaði sig um líkamsímynd sína 2023. Vegna röskunarinnar túlkaði hann áhyggjur fólks af því að hann væri orðinn of grannur sem frábærar. „Með líkamsskynjunarröskun, þegar fólk segist hafa áhyggjur af því hvernig þú lítur út, segir þú: ,Mér hefur tekist það.' Þegar fólk segir: , Við höfum áhyggjur af því að þú sért of grannur' fer það inn í höfuðið mitt sem: ,Dottinn í lukkupottinn. Ég er kominn í fyrirheitna landið',“ sagði Williams við Mirror. Taldi sig vera lausan við þunglyndið Williams, sem greindist með þunglyndi snemma á ferli sínum, lýsti því hvernig hann hefði í fyrsta skiptið í tíu ár fundið aftur fyrir einkennum þunglyndisins „Árið byrjaði á slæmri geðheilsu, sem ég hef ekki fundið fyrir í mjög mjög langan tíma. Ég var dapur, ég var kvíðinn, ég var þunglyndur,“ sagði söngvarinn sem hafði talið sig vera búinn með þann kafla ævi sinnar. „Ég hélt þetta væru endalok þeirrar sögu og ég myndi bara ganga inn í þetta stórkostlega undraland. Að það skyldi snúa aftur var ruglandi,“ sagði Williams um þunglyndið. Robbie Williams og eiginkona hans, leikkonana Ayda Field, viðstödd frumsýningu Better Man í fyrra.Getty Árið í ár var erfitt fyrir Williams sem viðurkenndi að honum gengi illa að eiga við veikindi foreldra sinna. Móðir Robbie, Janet Williams, greindist með elliglöp í fyrra og fjórum árum fyrr greindist faðir hans, Pete Conway, með Parkinson-taugahrörnunarsjúkdóm. „Í sannleika sagt er ég mjög upptekinn og mér gengur illa að eiga við aðstæðurnar. Ég veit ekki hvernig ég á að gera það, þetta er ótrúlega flókið,“ sagði Williams sem vildi þó ekki ræða málið frekar. Williams hefur átt flókið samband við foreldra sína eins og kom fram í ævisögumyndinni Better Man sem kom í bíóhús hérlendis fyrr á árinu. Þar er fjallað um hvernig faðir hans fór frá fjölskyldunni þegar Robbie var barn og hvernig móðuramma Robbie, sem hann var af náinn, greindist með elliglöp og hrakaði hratt. Gagnrýnandi Vísis rýndi í Better Man í febrúar og var ansi ánægður með ævisögumyndina.
Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira