Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2025 22:11 Kvikugangur frá Krýsuvíkureldstöðinni, sem væri álíka stór og sá sem myndaðist í umbrotunum í síðustu viku, gæti náð inn í Heiðmörk. Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Kvikugangurinn stóri, sem myndaðist í eldsumbrotunum við Grindavík í síðustu viku, minnir óþyrmilega á þá ógn sem Reykjavíkursvæðinu gæti stafað af Reykjaneseldum. Nýlegt dæmi sýnir að kvikugangar geta brotist upp með eldgosi tugi kílómetra frá megineldstöðinni. Í fréttum Stöðvar 2 var eldgosið í Holuhrauni rifjað upp en þá opnaðist gossprunga norðan Vatnajökuls. Því gosi lauk einmitt um þetta leyti fyrir tíu árum. Frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2014. Kvikan kom frá Bárðarbungu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Það var hins vegar í raun eldstöðin Bárðarbunga sem þá gaus. Hún sendi frá sér kvikugang alls um 45 kílómetra leið. Hann braut sér leið til yfirborðs með stórgosi í Holuhrauni, sem talið er mesta hraungos á Íslandi frá Skaftáreldum. Með sama hætti var eldgosið í Lakagígum árið 1783 í raun Grímsvatnagos. Talið er að kvikugangur frá Grímsvötnum hafi þá komist áttatíu kílómetra og orsakað Skaftárelda. Kvikugangurinn sem Bárðarbunga sendi frá sér inn í Holuhraun árið 2014 var 45 kílómetra langur.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgjárgosið, sem núna er tímasett árin 939-940, er metið enn stærra. Það er talið hafa verið Kötlugos. Kvikugangur frá Kötlu virðist þá hafa náð að komast áttatíu kílómetra leið út frá eldstöðinni. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að kvikugangurinn, sem myndaðist í umbrotunum á Reykjanesi í síðustu viku, hafi verið nærri tuttugu kílómetra langur. Hann orsakaði þó aðeins lítið eldgos við Grindavík. Um tíma varaði Veðurstofan við því að hann gæti brotist upp á yfirborð með eldgosi norðvestan Keilis og þannig ógnað Reykjanesbraut. Sú hætta virðist núna yfirstaðin, í bili að minnsta kosti. Skaftáreldar árið 1783 eru taldir hafa orsakast vegna áttatíu kílómetra langs kvikugangs frá Grímsvötnum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldfjallafræðingar virðast hins vegar sammála um að Reykjaneseldar eigi eftir að færa sig yfir í fleiri eldstöðvakerfi Reykjanesskagans, þar á meðal Krýsuvíkurkerfið. Það er umhugsunarvert að sjá hvernig álíka stór kvikugangur, og myndaðist í síðustu viku, gæti litið út ef hann bryti sér leið eftir sprungukerfum Krýsuvíkureldstöðvarinnar í átt að höfuðborgarsvæðinu. Slíkur gangur myndi ná upp í Heiðmörk. Það þarf raunar ekki annað en að skoða Búrfellsgjá og hraunin í Hafnarfirði og Garðabæ til að ímynda sér hvað gæti gerst. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson Þetta er ein ástæða þess að Veðurstofa Íslands vinnur núna að gerð hættumats fyrir höfuðborgarsvæðið. En til allrar lukku er Reykjanesskaginn þekktur fyrir miklu minni eldgos en stóru eldstöðvarnar Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var eldgosið í Holuhrauni rifjað upp en þá opnaðist gossprunga norðan Vatnajökuls. Því gosi lauk einmitt um þetta leyti fyrir tíu árum. Frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2014. Kvikan kom frá Bárðarbungu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Það var hins vegar í raun eldstöðin Bárðarbunga sem þá gaus. Hún sendi frá sér kvikugang alls um 45 kílómetra leið. Hann braut sér leið til yfirborðs með stórgosi í Holuhrauni, sem talið er mesta hraungos á Íslandi frá Skaftáreldum. Með sama hætti var eldgosið í Lakagígum árið 1783 í raun Grímsvatnagos. Talið er að kvikugangur frá Grímsvötnum hafi þá komist áttatíu kílómetra og orsakað Skaftárelda. Kvikugangurinn sem Bárðarbunga sendi frá sér inn í Holuhraun árið 2014 var 45 kílómetra langur.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgjárgosið, sem núna er tímasett árin 939-940, er metið enn stærra. Það er talið hafa verið Kötlugos. Kvikugangur frá Kötlu virðist þá hafa náð að komast áttatíu kílómetra leið út frá eldstöðinni. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að kvikugangurinn, sem myndaðist í umbrotunum á Reykjanesi í síðustu viku, hafi verið nærri tuttugu kílómetra langur. Hann orsakaði þó aðeins lítið eldgos við Grindavík. Um tíma varaði Veðurstofan við því að hann gæti brotist upp á yfirborð með eldgosi norðvestan Keilis og þannig ógnað Reykjanesbraut. Sú hætta virðist núna yfirstaðin, í bili að minnsta kosti. Skaftáreldar árið 1783 eru taldir hafa orsakast vegna áttatíu kílómetra langs kvikugangs frá Grímsvötnum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldfjallafræðingar virðast hins vegar sammála um að Reykjaneseldar eigi eftir að færa sig yfir í fleiri eldstöðvakerfi Reykjanesskagans, þar á meðal Krýsuvíkurkerfið. Það er umhugsunarvert að sjá hvernig álíka stór kvikugangur, og myndaðist í síðustu viku, gæti litið út ef hann bryti sér leið eftir sprungukerfum Krýsuvíkureldstöðvarinnar í átt að höfuðborgarsvæðinu. Slíkur gangur myndi ná upp í Heiðmörk. Það þarf raunar ekki annað en að skoða Búrfellsgjá og hraunin í Hafnarfirði og Garðabæ til að ímynda sér hvað gæti gerst. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson Þetta er ein ástæða þess að Veðurstofa Íslands vinnur núna að gerð hættumats fyrir höfuðborgarsvæðið. En til allrar lukku er Reykjanesskaginn þekktur fyrir miklu minni eldgos en stóru eldstöðvarnar Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43
Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36
Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32