80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2025 20:04 Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn úr Kópavogi, sem syngja saman á fernu tónleikum á næstunni áður en þeir halda á 150 ára afmælishátíðina um verslunarmannahelgina í Gimli í Kanada. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands. Karlarnir 80 hafa verið duglegir að æfa sig saman í Guðríðarkirkju í Grafarvogi enda mikið fram undan hjá sameiginlegum kórum og þeir önnum kafnir í söngnum. Hér erum við að tala um Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn, sem er líka karlakór en sami stjórnandi er í þeim báðum eða Atli Guðlaugsson og píanóleikari er Sigurður Helgi. Þrennir vortónleikar eru nú fram undan og svo verða líka tónleikar í Skálholti 27. júlí í sumar eða rétt áður en kórarnir fara með forseta Íslands á 150 ára afmælishátíð í Gimli í Kanada. „Við höfum æft sama prógrammið á báðum stöðum eða á Flúðum og í Kópavogi,“ segir Atli. Og verður ferðin í Gimli ekki mjög skemmtilegt og upplífgandi fyrir kórana? „Jú, jú þetta verður í bland tónleika og skemmtiferð. Þeir þurfa að syngja í svona fjóra daga og skemmta sér í fimm,“ segir Atli hlæjandi. En hvernig gengur Atla að stjórna 80 körlum? „Það er ekkert erfiðara að stjórna átta tíu heldur en tveimur körlum, það er oft erfiðara að vera með tvo en átta tíu.“ Atli Guðlaugsson er stjórnandi kóranna og fer létt með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og formenn kóranna eru ánægðir með samstarfið og það sem fram undan er. „Þessir kórar erumjög líkir, ég held að það sé bara margt svipað með þeim, hestamenn mikið í báðum kórum,” segir Loftur Snæfells Magnússon. formaður Karlakórs Hreppamanna. „Já, hestamenn eru skemmtilegir,” bætir Einar Pétursson, formaður Sprettskórsins við. Og þið eruð með létt og skemmtilegt prógramm eða hvað? „Já, við erum með íslenskt, ættjarðar íslenskt, sem við ætlum að fara með út, þannig að við æfum mikið af því,” segir Loftur. „Það verður engin svikin af því að mæta og hlusta á okkur,” bætir Einar við. Formenn kóranna, Einar Pétursson formaður Sprettskórsins (t.v.) og Loftur S. Magnússon formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá það sem er framundan hjá kórnum þegar tónleikar eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórar Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Karlarnir 80 hafa verið duglegir að æfa sig saman í Guðríðarkirkju í Grafarvogi enda mikið fram undan hjá sameiginlegum kórum og þeir önnum kafnir í söngnum. Hér erum við að tala um Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn, sem er líka karlakór en sami stjórnandi er í þeim báðum eða Atli Guðlaugsson og píanóleikari er Sigurður Helgi. Þrennir vortónleikar eru nú fram undan og svo verða líka tónleikar í Skálholti 27. júlí í sumar eða rétt áður en kórarnir fara með forseta Íslands á 150 ára afmælishátíð í Gimli í Kanada. „Við höfum æft sama prógrammið á báðum stöðum eða á Flúðum og í Kópavogi,“ segir Atli. Og verður ferðin í Gimli ekki mjög skemmtilegt og upplífgandi fyrir kórana? „Jú, jú þetta verður í bland tónleika og skemmtiferð. Þeir þurfa að syngja í svona fjóra daga og skemmta sér í fimm,“ segir Atli hlæjandi. En hvernig gengur Atla að stjórna 80 körlum? „Það er ekkert erfiðara að stjórna átta tíu heldur en tveimur körlum, það er oft erfiðara að vera með tvo en átta tíu.“ Atli Guðlaugsson er stjórnandi kóranna og fer létt með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og formenn kóranna eru ánægðir með samstarfið og það sem fram undan er. „Þessir kórar erumjög líkir, ég held að það sé bara margt svipað með þeim, hestamenn mikið í báðum kórum,” segir Loftur Snæfells Magnússon. formaður Karlakórs Hreppamanna. „Já, hestamenn eru skemmtilegir,” bætir Einar Pétursson, formaður Sprettskórsins við. Og þið eruð með létt og skemmtilegt prógramm eða hvað? „Já, við erum með íslenskt, ættjarðar íslenskt, sem við ætlum að fara með út, þannig að við æfum mikið af því,” segir Loftur. „Það verður engin svikin af því að mæta og hlusta á okkur,” bætir Einar við. Formenn kóranna, Einar Pétursson formaður Sprettskórsins (t.v.) og Loftur S. Magnússon formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá það sem er framundan hjá kórnum þegar tónleikar eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kórar Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira