Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 14:29 Mótmælt við ríkisstjórnarfund á dögunum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er með bláa derhúfu fyrir miðri mynd og Pétur Eggertz með svarta húfu og trommur. Vísir/Anton Brink Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“ Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“
Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira