Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 14:29 Mótmælt við ríkisstjórnarfund á dögunum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er með bláa derhúfu fyrir miðri mynd og Pétur Eggertz með svarta húfu og trommur. Vísir/Anton Brink Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“ Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“
Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira