Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 13:02 Pláss er af skornum skammti í fangelsum landsins og því hefur reynst erfitt að vinna á löngum boðunarlistum í afplánun. Vísir/Arnar Halldórsson Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“ Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“
Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira