Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. apríl 2025 10:02 Furðu lítil umræða hefur átt sér stað um þá afar óheppilegu viðbót við varnarsamninginn sem gerð var 2017 í utanríkisráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og við fengum síðbúnar fregnir af í Kveiksþætti RÚV um daginn. Í þessari viðbót fá Bandaríkjamenn það athafnarými – „operating location“ – án endurgjalds, sem þeir telja sig þurfa, „óhindraðan aðgang að“ og fá að auki óskilyrtar heimildir til að „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja agavörslu og vernd“ í þessum rýmum; þetta eru með öðrum orðum bandarísk yfirráðasvæði, sem þeir virðast eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa sjálfdæmi um að skilgreina. Þess vegna allur Skagafjörður – þess vegna Vestmannaeyjar – þess vegna allt Ísland. Þetta er með miklum ólíkindum. Samningamenn hafa sennilega haft í huga aðstöðu hersins í Keflavík sem nú er skilgreind sem íslenskt varnarsvæði. Engum virðist hafa hugkvæmst að til valda gæti komist stjórn í Bandaríkjunum sem væri andvíg vestrænum lýðræðisríkjum, liti á lönd eins og Kanada og ríki Evrópusambandsins sem sína helstu óvini, virti ekki gerða samninga og hefði uppi ógnandi tilburði við Dani. Sumir telja það tímaspursmál að sambærilegt tilkall verði gert til Íslands og Trumpstjórnin gerir til Grænlands – og þá þurfum við að greiða úr flækjum sem þessi klausa kann að valda. Hvað sem því líður verðum við að ræða þessi mál, tengja varnarsamninginn órjúfanlega við veru okkar í NATO þannig að hann falli úr gildi um leið og NATO líður undir lok (sem gæti vel gerst). Í því sambandi er rétt að muna að í fyrstu grein varnarsamningsins segir orðrétt: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum“ (skáletrun mín). Þetta þýðir að Bandaríkin hafa haft hér varnarlið í umboði NATO og samkvæmt skuldbindingum sínum við NATO. Uppfylli Bandaríkin ekki lengur þær skuldbindingar, t.d. með innrás í annað NATO-ríki, þá fellur samningurinn væntanlega sjálfkrafa úr gildi. Sumir telja – og kalla það „real-pólitík“ – að „stórveldin“ hafi sín óvefengjanlegu „áhrifasvæði“ sem þau megi ráðskast með að vild óháð alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti fullvalda þjóða – Úkraína „tilheyri“ Rússum og Ísland „tilheyri“ Bandaríkjunum o.s.frv. Það finnst mér háskaleg og röng skoðun. Hér á landi voru að vísu á 20. öldinni stjórnmálamenn sem vildu nánast gangast Bandaríkjunum á hönd – til dæmis Jónas frá Hriflu með þeirri stefnu sem hann nefndi „Leifslínuna“, en þó að náið samráð væri vissulega haft við Bandaríkjamenn fór aldrei á milli mála að Ísland væri og skyldi vera sjálfstætt og fullvalda ríki sem ætti samleið með vestrænum lýðræðisþjóðum, eins og önnur Norðurlönd. Þó að við séum aðilar að NATO og höfum líka notið í ýmsu hnattrænnar stöðu þá erum við ekki frekar á áhrifasvæði Bandaríkjanna en Noregs eða Danmerkur, já eða Belgíu eða Póllands. Við þurfum hins vegar augljóslega að hugsa varnarmál okkar frá grunni upp á nýtt, nú þegar tilveru NATO hefur verið teflt í tvísýnu. Gott er að fá loksins að vita af þessu samningapukri frá 2017 og löngu tímabært að um varnarmálin sé rætt hér upphátt en ekki hvíslast á um eins og blygðunarefni líkt og hjá sómakæru konunum í Áramótaskaupinu síðasta. Komið hefur fram að fyrrum utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki muna eftir þessum samningi í viðtali við Vísi – af einhverjum ástæðum hefur RÚV enn ekki rætt við hann – hlýtur að gerast fljótlega – en hjá fyrrum ráðherra er það með öllu óboðlegt svar að bera fyrir sig gleymsku þegar um svo afdrifaríka samningsgerð er að ræða. Að sjálfsögðu verður ráðherrann fyrrverandi að svara fyrir þetta. Táknar þetta að samningurinn hafi ekki verið borinn undir hann? Það væru þá stórfelld glöp hjá embættismanni. Afhenti ráðherrann yfirráð yfir landi hér af vangá? Hefði ekki þurft að bera slíka viðbót upp við þingið? Samræmist þetta stjórnarskránni? Fyrir nú utan hitt að upplýsa þjóðina um svona leynimakk. Og loks spyr maður sig: Hvar eru nú þeir miklu varðstöðumenn um sjálfstæði landsins sem hefja jafnan upp mikla kveinstafi kemur að innleiðingu reglugerða ESB hér á landi? Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Furðu lítil umræða hefur átt sér stað um þá afar óheppilegu viðbót við varnarsamninginn sem gerð var 2017 í utanríkisráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og við fengum síðbúnar fregnir af í Kveiksþætti RÚV um daginn. Í þessari viðbót fá Bandaríkjamenn það athafnarými – „operating location“ – án endurgjalds, sem þeir telja sig þurfa, „óhindraðan aðgang að“ og fá að auki óskilyrtar heimildir til að „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja agavörslu og vernd“ í þessum rýmum; þetta eru með öðrum orðum bandarísk yfirráðasvæði, sem þeir virðast eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa sjálfdæmi um að skilgreina. Þess vegna allur Skagafjörður – þess vegna Vestmannaeyjar – þess vegna allt Ísland. Þetta er með miklum ólíkindum. Samningamenn hafa sennilega haft í huga aðstöðu hersins í Keflavík sem nú er skilgreind sem íslenskt varnarsvæði. Engum virðist hafa hugkvæmst að til valda gæti komist stjórn í Bandaríkjunum sem væri andvíg vestrænum lýðræðisríkjum, liti á lönd eins og Kanada og ríki Evrópusambandsins sem sína helstu óvini, virti ekki gerða samninga og hefði uppi ógnandi tilburði við Dani. Sumir telja það tímaspursmál að sambærilegt tilkall verði gert til Íslands og Trumpstjórnin gerir til Grænlands – og þá þurfum við að greiða úr flækjum sem þessi klausa kann að valda. Hvað sem því líður verðum við að ræða þessi mál, tengja varnarsamninginn órjúfanlega við veru okkar í NATO þannig að hann falli úr gildi um leið og NATO líður undir lok (sem gæti vel gerst). Í því sambandi er rétt að muna að í fyrstu grein varnarsamningsins segir orðrétt: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum“ (skáletrun mín). Þetta þýðir að Bandaríkin hafa haft hér varnarlið í umboði NATO og samkvæmt skuldbindingum sínum við NATO. Uppfylli Bandaríkin ekki lengur þær skuldbindingar, t.d. með innrás í annað NATO-ríki, þá fellur samningurinn væntanlega sjálfkrafa úr gildi. Sumir telja – og kalla það „real-pólitík“ – að „stórveldin“ hafi sín óvefengjanlegu „áhrifasvæði“ sem þau megi ráðskast með að vild óháð alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti fullvalda þjóða – Úkraína „tilheyri“ Rússum og Ísland „tilheyri“ Bandaríkjunum o.s.frv. Það finnst mér háskaleg og röng skoðun. Hér á landi voru að vísu á 20. öldinni stjórnmálamenn sem vildu nánast gangast Bandaríkjunum á hönd – til dæmis Jónas frá Hriflu með þeirri stefnu sem hann nefndi „Leifslínuna“, en þó að náið samráð væri vissulega haft við Bandaríkjamenn fór aldrei á milli mála að Ísland væri og skyldi vera sjálfstætt og fullvalda ríki sem ætti samleið með vestrænum lýðræðisþjóðum, eins og önnur Norðurlönd. Þó að við séum aðilar að NATO og höfum líka notið í ýmsu hnattrænnar stöðu þá erum við ekki frekar á áhrifasvæði Bandaríkjanna en Noregs eða Danmerkur, já eða Belgíu eða Póllands. Við þurfum hins vegar augljóslega að hugsa varnarmál okkar frá grunni upp á nýtt, nú þegar tilveru NATO hefur verið teflt í tvísýnu. Gott er að fá loksins að vita af þessu samningapukri frá 2017 og löngu tímabært að um varnarmálin sé rætt hér upphátt en ekki hvíslast á um eins og blygðunarefni líkt og hjá sómakæru konunum í Áramótaskaupinu síðasta. Komið hefur fram að fyrrum utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki muna eftir þessum samningi í viðtali við Vísi – af einhverjum ástæðum hefur RÚV enn ekki rætt við hann – hlýtur að gerast fljótlega – en hjá fyrrum ráðherra er það með öllu óboðlegt svar að bera fyrir sig gleymsku þegar um svo afdrifaríka samningsgerð er að ræða. Að sjálfsögðu verður ráðherrann fyrrverandi að svara fyrir þetta. Táknar þetta að samningurinn hafi ekki verið borinn undir hann? Það væru þá stórfelld glöp hjá embættismanni. Afhenti ráðherrann yfirráð yfir landi hér af vangá? Hefði ekki þurft að bera slíka viðbót upp við þingið? Samræmist þetta stjórnarskránni? Fyrir nú utan hitt að upplýsa þjóðina um svona leynimakk. Og loks spyr maður sig: Hvar eru nú þeir miklu varðstöðumenn um sjálfstæði landsins sem hefja jafnan upp mikla kveinstafi kemur að innleiðingu reglugerða ESB hér á landi? Höfundur er rithöfundur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun