Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 15:29 Skjáskot úr myndbandi sem einn bráðaliðanna náði á vettvangi og sýnir hvernig Ísraelsher laug til um að hafa myrt bráðaliðana. AP Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira