Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 22:20 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. Þetta kom fram í myndbandsávarpi Musks á fundi stjórnmálaflokksins Bandalagsins (i. Lega) á Ítalíu, þar sem formaður flokksins, Matteo Salvini, spurði hann meðal annars út í tollamálin. Bandalagið er þjóðernissinnaður hægri flokkur sem er í ríkisstjórn á Ítalíu ásamt tveimur öðrum hægri flokkum, Bræðralagi Ítalíu og Forza Italia. Musk, sem stýrir bandarísku hagræðingar- og niðurskurðarstofnuninni DOGE og er náinn samstarfsmaður Trumps, hefur talað vel bæði um Bræðralag Ítalíu flokk forsætisráðherrans Giorgiu Meloni, og Bandalagið (Lega). Vill fríverslun og aukið atvinnufrelsi „Ég vona að menn séu sammála um að best væri að viðskipti milli Bandaríkjanna og Evrópu myndu þróast í átt að tollaleysi, og að til verði einhverskonar fríverslunarsvæði milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ sagði Musk. Þá sagðist hann einnig vilja sjá aukið ferða- og atvinnufrelsi milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Ef fólk vill vinna í Evrópu eða Norður-Ameríku, finnst mér að það ætti að vera hægt. Þetta hefur verið mín ráðgjöf til forsetans,“ sagði Musk. Í dag byrjuðu tollverðir í Bandaríkjunum að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru einn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka enn frekar hjá 57 löndum. Tollar sem taka gildi gagnvart Evrópusambandinu verða 20 prósent. Giancarlo Giorgetti, fjármálaráðherra Ítalíu úr Bandalagsflokknum (Lega), hefur sagt að ríkisstjórn Ítalíu vilji leita lausna í tollamálunum, og varaði við því að fara leggja gagntolla á Bandaríkin og stuðla að frekari stigmögnun viðskiptastríðs. Viðskiptajöfnuður milli Bandaríkjanna og Ítalíu er Ítalíu í hag. Elon Musk hjólaði í Peter Navarro, einn ráðgjafa Trumps í tollamálum, í nokkrum færslum á X í dag. Þar birtist stutt myndband þar sem Peter, sem er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard, færði rök fyrir því að nýir tollar ríkisstjórnarinnar væru skynsamlegir. Musk sagði meðal annars að doktorsgráða frá Harvard væri einskis virði. „Hann hefur ekki búið neitt til,“ sagði hann. Ítalía Elon Musk Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi Musks á fundi stjórnmálaflokksins Bandalagsins (i. Lega) á Ítalíu, þar sem formaður flokksins, Matteo Salvini, spurði hann meðal annars út í tollamálin. Bandalagið er þjóðernissinnaður hægri flokkur sem er í ríkisstjórn á Ítalíu ásamt tveimur öðrum hægri flokkum, Bræðralagi Ítalíu og Forza Italia. Musk, sem stýrir bandarísku hagræðingar- og niðurskurðarstofnuninni DOGE og er náinn samstarfsmaður Trumps, hefur talað vel bæði um Bræðralag Ítalíu flokk forsætisráðherrans Giorgiu Meloni, og Bandalagið (Lega). Vill fríverslun og aukið atvinnufrelsi „Ég vona að menn séu sammála um að best væri að viðskipti milli Bandaríkjanna og Evrópu myndu þróast í átt að tollaleysi, og að til verði einhverskonar fríverslunarsvæði milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ sagði Musk. Þá sagðist hann einnig vilja sjá aukið ferða- og atvinnufrelsi milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Ef fólk vill vinna í Evrópu eða Norður-Ameríku, finnst mér að það ætti að vera hægt. Þetta hefur verið mín ráðgjöf til forsetans,“ sagði Musk. Í dag byrjuðu tollverðir í Bandaríkjunum að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru einn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka enn frekar hjá 57 löndum. Tollar sem taka gildi gagnvart Evrópusambandinu verða 20 prósent. Giancarlo Giorgetti, fjármálaráðherra Ítalíu úr Bandalagsflokknum (Lega), hefur sagt að ríkisstjórn Ítalíu vilji leita lausna í tollamálunum, og varaði við því að fara leggja gagntolla á Bandaríkin og stuðla að frekari stigmögnun viðskiptastríðs. Viðskiptajöfnuður milli Bandaríkjanna og Ítalíu er Ítalíu í hag. Elon Musk hjólaði í Peter Navarro, einn ráðgjafa Trumps í tollamálum, í nokkrum færslum á X í dag. Þar birtist stutt myndband þar sem Peter, sem er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard, færði rök fyrir því að nýir tollar ríkisstjórnarinnar væru skynsamlegir. Musk sagði meðal annars að doktorsgráða frá Harvard væri einskis virði. „Hann hefur ekki búið neitt til,“ sagði hann.
Ítalía Elon Musk Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53
Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41