Innlent

Vísa kjara­deilunni til ríkissátta­semjara

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Álver Alcoa á Reyðarfirði.
Álver Alcoa á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm

Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandi Íslands, en þar segir að kjarasamningar félaganna við Alcoa hafi losnað 1. mars síðastliðinn, en samningsviðræður hafi staðið yfir síðan í desember án árangurs.

Ákvörðun um að vísa deilunni til ríkissáttasemjara hafi verið tekin 3. apríl, „eftir að ljóst varð að samningsvilji fyrirtækisins reyndist ekki í samræmi við þá alvöru og ábyrgð sem af slíkum viðræðum ætti að stafa,“ eins og segir í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins.

Í tilkynningu er jafnframt greint frá því að Ragnar G. Gunnarsson hafi verið kjörinn formaður Félags tæknifólks, en félagið er eitt af aðildarfélögum Rafiðnaðarsambandsins.

Forveri Ragnars, Jakob Tryggvason, var kjörinn formaður Rafiðnaðarsambandsins í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×