Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 09:31 Vladimir Pútín Rússlandsforseti með vini sínum Alexander Ovechkin sem er við það að eignast eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum. Getty/Sasha Mordovets Metið sem fáir bjuggust við að yrði einhvern tímann slegið er við það að falla. Við erum að tala um markametið í NHL-deildinni í íshokkí. Metið hefur verið í eigu Kanadamannsins Wayne Gretzky sem setti skautana sína upp á hillu í lok síðustu aldar. Markametið hans Gretzky er eitt af þeim risastóru í bandarískum atvinnumannadeildunum. GRETZKY 🤝 OVECHKINTHESE TWO ARE NOW TIED FOR THE MOST CAREER NHL GOALS‼️ pic.twitter.com/ru2Y30YeBC— ESPN (@espn) April 5, 2025 Gretzky var þá búinn að skora 894 mörk í deildinni og var með yfirburðarforystu á markalistanum þegar hann hætti að spila árið 1999. Hann hafði þá slegið met goðsagnarinnar Gordie Howe um alls 93 mörk. Það er ekki bara að vekja athygli að metið sé að falla heldur líka vegna þess hver það er sem er við að slá það. Sá heitir Aleksandr Ovechkin og er Rússi. Ovechkin er líka vinur og stuðningsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta sem hefur kallað á mikla gagnrýni. View this post on Instagram A post shared by Alexander Ovechkin (@aleksandrovechkinofficial) Ovechkin skoraði tvö mörk í nótt og jafnaði með því metið. Næsti leikur hans er síðan annað kvöld og þar gæti metið fallið. Hann fær síðan átta leiki í viðbót til að bæta það. Ovechkin skoraði þessi mörk í 5-3 sigri Washington Capitals á Chicago Blackhawks. „Allir Rússar verða stoltir af þessu afreki. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að hann sé að taka metið heim,“ sagði rússneski íshokkímaðurinn Andrey Svechnikov við nhl.com. Ovechkin er einn af sextíu Rússum sem spila í NHL deildinni. Rússar mega spila þar en þeir mega ekki taka þátt í heimsmeistaramótinu eða spila á Vetrarólympíuleikunum. Ovechkin er 39 ára gamall og er enn að standa sig frábærlega inn á ísnum. Þegar hann jafnaði metið var gert hlé á leiknum á meðan hann skautaði um ísinn og fagnaði við frábæra undirtektir úr stúkunni. With Gretzky, Ovi's family, and all Caps nation to witness ❤️Alex Ovechkin is now tied for the most career goals in NHL history with 894 goals! pic.twitter.com/MGTg7itw2q— SportsCenter (@SportsCenter) April 5, 2025 Það var enginn að pæla þá í tengslum hans við Pútín. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé fyrst og fremst íþróttamaður og hafi ekkert um stjórnmál að segja. Hann þurfti að svara mörgum spurningum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann [Pútin] er forsetinn minn en ég tek ekki þátt í stjórnmálum. Ég er íþróttamaður og ég vona að stríðið endi sem fyrst. Þetta er erfið staða fyrir báðar þjóðir,“ sagði Ovechkin á sínum tíma. Á sama tíma var Ovechkin með mynd af sér með Pútin á samfélagsmiðlum. Hún er þar ennþá. Þeir eru vinir. Aleksandr Ovechkin lék sinn fyrsta leik í NHL-deildinni árið 2005. Hann hefur spilað alla tíð með liði Washington Capitals. Gretzky lék á sínum tíma 1487 leiki í NHL-deildinni en Ovechkin er kominn í 1486 leiki. It took Alex Ovechkin just one less game than Wayne Gretzky to reach 894 goals... 🤯 pic.twitter.com/W3rvnFh14H— TSN (@TSN_Sports) April 5, 2025 Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Metið hefur verið í eigu Kanadamannsins Wayne Gretzky sem setti skautana sína upp á hillu í lok síðustu aldar. Markametið hans Gretzky er eitt af þeim risastóru í bandarískum atvinnumannadeildunum. GRETZKY 🤝 OVECHKINTHESE TWO ARE NOW TIED FOR THE MOST CAREER NHL GOALS‼️ pic.twitter.com/ru2Y30YeBC— ESPN (@espn) April 5, 2025 Gretzky var þá búinn að skora 894 mörk í deildinni og var með yfirburðarforystu á markalistanum þegar hann hætti að spila árið 1999. Hann hafði þá slegið met goðsagnarinnar Gordie Howe um alls 93 mörk. Það er ekki bara að vekja athygli að metið sé að falla heldur líka vegna þess hver það er sem er við að slá það. Sá heitir Aleksandr Ovechkin og er Rússi. Ovechkin er líka vinur og stuðningsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta sem hefur kallað á mikla gagnrýni. View this post on Instagram A post shared by Alexander Ovechkin (@aleksandrovechkinofficial) Ovechkin skoraði tvö mörk í nótt og jafnaði með því metið. Næsti leikur hans er síðan annað kvöld og þar gæti metið fallið. Hann fær síðan átta leiki í viðbót til að bæta það. Ovechkin skoraði þessi mörk í 5-3 sigri Washington Capitals á Chicago Blackhawks. „Allir Rússar verða stoltir af þessu afreki. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að hann sé að taka metið heim,“ sagði rússneski íshokkímaðurinn Andrey Svechnikov við nhl.com. Ovechkin er einn af sextíu Rússum sem spila í NHL deildinni. Rússar mega spila þar en þeir mega ekki taka þátt í heimsmeistaramótinu eða spila á Vetrarólympíuleikunum. Ovechkin er 39 ára gamall og er enn að standa sig frábærlega inn á ísnum. Þegar hann jafnaði metið var gert hlé á leiknum á meðan hann skautaði um ísinn og fagnaði við frábæra undirtektir úr stúkunni. With Gretzky, Ovi's family, and all Caps nation to witness ❤️Alex Ovechkin is now tied for the most career goals in NHL history with 894 goals! pic.twitter.com/MGTg7itw2q— SportsCenter (@SportsCenter) April 5, 2025 Það var enginn að pæla þá í tengslum hans við Pútín. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé fyrst og fremst íþróttamaður og hafi ekkert um stjórnmál að segja. Hann þurfti að svara mörgum spurningum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann [Pútin] er forsetinn minn en ég tek ekki þátt í stjórnmálum. Ég er íþróttamaður og ég vona að stríðið endi sem fyrst. Þetta er erfið staða fyrir báðar þjóðir,“ sagði Ovechkin á sínum tíma. Á sama tíma var Ovechkin með mynd af sér með Pútin á samfélagsmiðlum. Hún er þar ennþá. Þeir eru vinir. Aleksandr Ovechkin lék sinn fyrsta leik í NHL-deildinni árið 2005. Hann hefur spilað alla tíð með liði Washington Capitals. Gretzky lék á sínum tíma 1487 leiki í NHL-deildinni en Ovechkin er kominn í 1486 leiki. It took Alex Ovechkin just one less game than Wayne Gretzky to reach 894 goals... 🤯 pic.twitter.com/W3rvnFh14H— TSN (@TSN_Sports) April 5, 2025
Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum