„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:24 Hildur Antonsdóttir átti fínan leik á miðsvæðinu hjá íslenska liðinu. Vísir/Anton Brink Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. „Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
„Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira