Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 15:54 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær upp sex manns úr þjóðaröryggisráði Hvíta hússins. Það gerði hann eftir hálftímalangan fund með fjar-hægri aðgerðasinna og samsæringi sem taldi upp starfsmenn ráðsins sem hún taldi ekki nægilega hliðholla Trump. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira