Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 13:23 Þorgerður Katrín ræðir hér við Marco Rubio. Með þeim eru David Lammy og Antonio Tajani, utanríkisráðherrar Bretlands og Ítalíu. AP/Jacquelyn Martin Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“ Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“
Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira