„Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. apríl 2025 21:53 Borche Ilievski talar við sína menn í leiknum í Garðabænum í kvöld. Vísir/Pawel Borche Ilievski þjálfari ÍR kallaði eftir framlagi frá fleiri leikmönnum í sínu liði í kvöld og talaði sérstaklega um hugarfar eins leikmanns í sínu liði. Hann sagði að ÍR-inga hefði vantað að taka lokaskrefið þegar liðið náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta. „Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“ Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
„Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“
Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum