Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2025 19:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulag fjármálaætlunar ekki í samræmi við vinnulag sem hann tók þátt í að koma á fót sem þáverandi varaformaður fjárlaganefndar. Vísir/Einar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
„Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41
Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39