Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2025 19:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulag fjármálaætlunar ekki í samræmi við vinnulag sem hann tók þátt í að koma á fót sem þáverandi varaformaður fjárlaganefndar. Vísir/Einar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
„Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41
Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39