Íslenski boltinn

Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skaga­mönnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elías Ingi Árnason er ekki í miklu uppáhaldi á Akranesi.
Elías Ingi Árnason er ekki í miklu uppáhaldi á Akranesi.

Hvernig er að lenda í lyftu með manninum sem átti sinn þátt í að þú komst ekki í Evrópukeppni? Það fengu Skagamennirnir Jón Þór Hauksson og Viktor Jónsson að reyna.

ÍA hefur leik í Bestu deild karla gegn Fram á sunnudaginn. Skagamenn áttu gott tímabil sem nýliðar í fyrra og voru ekki langt frá því að ná Evrópusæti.

Sá möguleiki fór hins vegar út um gluggann eftir tap fyrir Víkingi, 3-4, í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Í uppbótartíma leiksins, í stöðunni 3-3, skoraði Breki Þór Hermannsson fyrir ÍA en Elías Ingi Árnason dæmdi markið af. Skagamenn voru lítt sáttir og ekki minnkaði reiðin þegar Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmark Víkinga nánast í næstu sókn.

Í nýjustu auglýsingunni fyrir Bestu deildina lendir Elías einmitt í lyftu með þjálfara ÍA, Jón Þór Haukssyni, og markahróknum Viktori Jónssyni. Eins og við mátti búast var þögnin ærandi og andrúmsloftið afar óþægilegt. Ekki bætti svo úr skák þegar rafmagnið fór af.

Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Besta auglýsing ÍA

Tengdar fréttir

Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin

Framkonur eru mættar í Bestu deildina sem algjörir nýliðar og þá er gott að geta leitað í reynslubankann hjá Rúnari Kristinssyni. Ekki síst til að læra trixin sem koma andstæðingnum gjörsamlega úr jafnvægi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×