Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 18:55 Magnús Þór Torfason tekur við stöðunni í júlí. HÍ/Kristinn Ingvarsson Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs HÍ til næstu fimm ára. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið. Magnús tekur við starfinu þann 1. júlí næstkomandi af Stefáni Hrafni Jónssyni sem hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Magnús hefur verið forseti Viðskiptafræðideildar HÍ frá því sumarið 2023. Félagsvísindasvið er fjölmennasta fræðasvið skólans en innan þess eru Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá HÍ en Magnús lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og til viðbótar cand.sci. gráðu í fyrrnefndu greininni frá HÍ. Hann er enn fremur með m.phil. gráðu og doktorspróf í stjórnun frá Columbia Business School í Bandaríkjunum. Setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækja og vísissjóðs Magnús starfaði sem lektor við Harvard Business School á árunum 2010 til 2014. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 2014, fékk framgang í starf dósents árið 2020 og í starf prófessors árið 2024. Hann hefur stýrt námsleið í nýsköpun og viðskiptaþróun innan HÍ frá upphafi og undanfarin ár haft umsjón með nýsköpunarnámskeiðinu Kveikju (e. Spark Social) sem opið er nemendum af öllum fræðasviðum HÍ og frá háskólum innan Aurora-háskólanetsins. Hann er stjórnarformaður vísisjóðsins Frumtak Ventures og hefur einnig setið í stjórn ýmissa nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Rannsóknir Magnúsar eru sagðar spanna vítt svið og snerta meðal annars nýsköpun, tengslanet í atvinnulífi og annars staðar í samfélaginu, hönnunarhugsun og nýtingu hennar, rafmyntir og viðbrögð Íslendinga við COVID-19-faraldrinum. „Það er mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseta Viðskiptafræðideildar, sem næsta forseta Félagsvísindasviðs. Magnús er afar vel í stakk búinn að takast á við þau verkefni sem fram undan eru og þær áskoranir og þau tækifæri sem Félagsvísindasvið stendur frammi fyrir,“ segir Jón Atli Benediktsson, fráfarandi rektor Háskóla Íslands í tilkynningu. Vistaskipti Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira
Magnús tekur við starfinu þann 1. júlí næstkomandi af Stefáni Hrafni Jónssyni sem hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Magnús hefur verið forseti Viðskiptafræðideildar HÍ frá því sumarið 2023. Félagsvísindasvið er fjölmennasta fræðasvið skólans en innan þess eru Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá HÍ en Magnús lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og til viðbótar cand.sci. gráðu í fyrrnefndu greininni frá HÍ. Hann er enn fremur með m.phil. gráðu og doktorspróf í stjórnun frá Columbia Business School í Bandaríkjunum. Setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækja og vísissjóðs Magnús starfaði sem lektor við Harvard Business School á árunum 2010 til 2014. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 2014, fékk framgang í starf dósents árið 2020 og í starf prófessors árið 2024. Hann hefur stýrt námsleið í nýsköpun og viðskiptaþróun innan HÍ frá upphafi og undanfarin ár haft umsjón með nýsköpunarnámskeiðinu Kveikju (e. Spark Social) sem opið er nemendum af öllum fræðasviðum HÍ og frá háskólum innan Aurora-háskólanetsins. Hann er stjórnarformaður vísisjóðsins Frumtak Ventures og hefur einnig setið í stjórn ýmissa nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Rannsóknir Magnúsar eru sagðar spanna vítt svið og snerta meðal annars nýsköpun, tengslanet í atvinnulífi og annars staðar í samfélaginu, hönnunarhugsun og nýtingu hennar, rafmyntir og viðbrögð Íslendinga við COVID-19-faraldrinum. „Það er mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseta Viðskiptafræðideildar, sem næsta forseta Félagsvísindasviðs. Magnús er afar vel í stakk búinn að takast á við þau verkefni sem fram undan eru og þær áskoranir og þau tækifæri sem Félagsvísindasvið stendur frammi fyrir,“ segir Jón Atli Benediktsson, fráfarandi rektor Háskóla Íslands í tilkynningu.
Vistaskipti Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira