Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2025 12:11 Kona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar úr Steinafjalli á mánudag. Hún var erlendur ferðamaður. Vísir/stefán Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“ Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Síðastliðinn mánudag varð banaslys rétt vestan við Holtsós á Suðurlandi þegar grjót hrundi á bíl á ferð með þeim afleiðingum að kvenkyns ferðamaður lést. Fréttastofa virti fyrir sér aðstæður við slysstað í gær en á stuttum vegarkafla liggur skriða úr Steinafjalli nær alveg að veginum. Kona sem býr í námunda við svæðið, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi verið viðbúið að hræðilegt slys yrði á umræddum vegarkafla vegna grjóthruns. Hún sagðist binda vonir við að Vegagerðin myndi nú ráðast í framkvæmdir til að tryggja betur öryggi og furðaði sig á því að ekki hafi verið ráðist í þær áður, til dæmis vegna slyss sem móðir hennar lenti í fyrir nokkrum árum þegar hún ók á stærðarinnar grjót. Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að honum þyki leitt að heyra um þessa upplifun. „En ég verð að segja það að við könnumst bara ekki við að hafa fengið ítrekaðar ábendingar frá vegfarendum eða sveitarfélaginu út af þessari hættu en við höfum svo sem alveg verið meðvituð um það, okkar starfsmenn sem hafa verið að þjónusta veginn, hafa verið að benda okkur á að þetta gerist á nokkurra ára fresti, það kemur steinn og steinn en sem betur fer hefur ekki verið um alvarleg slys að ræða fram að þessu en mér finnst fullmikið að segja að það séu ítrekaðar ábendingar, ég kannast bara ekki við að en það breytir ekki stöðunni að þessi hætta er vissulega fyrir hendi“ Hann segir sambærileg verkefni fyrir hendi víða um land. „Þetta er alltaf bara spurning um forgangsröðun líka og stundum hittir maður á að forgangsraða rétt, greinilega ekki alltaf því miður.“ Hann sé sleginn vegna slyssins og muni skoða leiðir til úrbóta. Fyrst muni þau mæla svæðið upp og skoða aðstæður upp í fjallinu. „Við eigum svo sem til nokkurra ára gamlar hugmyndir um að koma fyrir svokölluðum skápum, sem þarf þá að moka inn í hlíðina aðeins til að búa til pláss, og að síðan verði gerður varnarveggur þannig að grjót sem kæmi þá niður hlíðina - það ætti ekki að berast inn á veg. Það er svo sem ekkert sem er 100 prósent í þessu.“
Vegagerð Umferðaröryggi Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. 1. apríl 2025 19:39