Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 09:36 Susan Crawford tryggði dómurum sem studdir voru af Demókrataflokknum meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. AP/Kayla Wolf Dómari sem studdur var af Demókrataflokknum bar sigur úr býtum í kosningu um sæti í hæstarétti Wisconsin í gær. Þar sigraði Susan Crawford annan dómara sem studdur var af Donald Trump, forseta, og Elon Musk, auðugasta manni heims sem varði milljónum dala í kosningarnar. Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira