Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 09:31 Nikola Jokic hugsar Russell Westbrook eflaust þegjandi þörfina eftir svakalegt klúður hans gegn Minnesota Timberwolves í nótt. getty/Dustin Bradford Nikola Jokic átti stórkostlegan leik fyrir Denver Nuggets gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Samherji hans, Russell Westbrook, eyðilagði hins vegar allt. Jokic skoraði 61 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum sem var tvíframlengdur. Aldrei hefur leikmaður í sögu NBA verið með þrefalda tvennu og skorað jafn mörg stig í einum leik. Jokic spilaði 53 af 58 mínútum í leiknum. 🃏 NIKOLA JOKIĆ, A GAME FOR THE HISTORY BOOKS 🃏🤯 61 PTS🤯 10 REB🤯 10 AST🤯 6 3PM🤯 2 STLAn all-time showing from an all-time player! pic.twitter.com/fdFyl2RyHU— NBA (@NBA) April 2, 2025 Westbrook tókst hins vegar að stela fyrirsögnunum með ótrúlegu klúðri undir lok leiks. Þegar tæpar fjórtán sekúndur voru eftir, í stöðunni 139-138 fyrir Denver, stal Westbrook boltanum og brunaði fram völlinn. Hann klúðraði hins vegar sniðsskoti og Minnesota fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Nickeil Alexander-Walker fékk boltann úti í horninu þegar tæp sekúnda var eftir. Westbrook hljóp í átt að honum og braut á honum þegar hann skaut boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá var 0,1 sekúnda á klukkunni. Alexander-Walker setti fyrstu tvö vítaskotin niður en brenndi viljandi af því þriðja. Hann tryggði Úlfunum því ótrúlegan sigur, 139-140. AN INSTANT CLASSIC DESERVES A WILD FINISH 🚨Timberwolves get the rebound, push it down court, and draw the foul on the 3PA!Nickeil Alexander-Walker drills two CLUTCH free throws to secure the win for the Timberwolves 🤯🤯 pic.twitter.com/CSkEnU1rj9— NBA (@NBA) April 2, 2025 Michael Malone, þjálfari Denver, neitaði að kenna Westbrook um tapið. „Hann hatar að tapa. Svo hann vill eflaust ekki heyra neitt af þessu því hann er fullkomnunarsinni og keppnismaður. Og þekkjandi hann mun hann eflaust kenna sér að miklu leyti um þetta. En við töpuðum í kvöld. Denver Nuggets, við sem lið töpuðum leiknum, ekki einn leikmaður,“ sagði Malone. Westbrook spilaði í 38 mínútur í leiknum; skoraði ellefu stig, tók sex fráköst, gaf sjö stoðsendingar og tapaði boltanum fimm sinnum. Denver lék án Jamals Murray og Michaels Porter yngri í nótt. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Þetta var þriðji sigur Minnesota í röð en liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar. Anthony Edwards skoraði 34 stig fyrir liðið, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Julius Randle og hetjan Alexander-Walker skoruðu 26 stig hvor. NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Jokic skoraði 61 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum sem var tvíframlengdur. Aldrei hefur leikmaður í sögu NBA verið með þrefalda tvennu og skorað jafn mörg stig í einum leik. Jokic spilaði 53 af 58 mínútum í leiknum. 🃏 NIKOLA JOKIĆ, A GAME FOR THE HISTORY BOOKS 🃏🤯 61 PTS🤯 10 REB🤯 10 AST🤯 6 3PM🤯 2 STLAn all-time showing from an all-time player! pic.twitter.com/fdFyl2RyHU— NBA (@NBA) April 2, 2025 Westbrook tókst hins vegar að stela fyrirsögnunum með ótrúlegu klúðri undir lok leiks. Þegar tæpar fjórtán sekúndur voru eftir, í stöðunni 139-138 fyrir Denver, stal Westbrook boltanum og brunaði fram völlinn. Hann klúðraði hins vegar sniðsskoti og Minnesota fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Nickeil Alexander-Walker fékk boltann úti í horninu þegar tæp sekúnda var eftir. Westbrook hljóp í átt að honum og braut á honum þegar hann skaut boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá var 0,1 sekúnda á klukkunni. Alexander-Walker setti fyrstu tvö vítaskotin niður en brenndi viljandi af því þriðja. Hann tryggði Úlfunum því ótrúlegan sigur, 139-140. AN INSTANT CLASSIC DESERVES A WILD FINISH 🚨Timberwolves get the rebound, push it down court, and draw the foul on the 3PA!Nickeil Alexander-Walker drills two CLUTCH free throws to secure the win for the Timberwolves 🤯🤯 pic.twitter.com/CSkEnU1rj9— NBA (@NBA) April 2, 2025 Michael Malone, þjálfari Denver, neitaði að kenna Westbrook um tapið. „Hann hatar að tapa. Svo hann vill eflaust ekki heyra neitt af þessu því hann er fullkomnunarsinni og keppnismaður. Og þekkjandi hann mun hann eflaust kenna sér að miklu leyti um þetta. En við töpuðum í kvöld. Denver Nuggets, við sem lið töpuðum leiknum, ekki einn leikmaður,“ sagði Malone. Westbrook spilaði í 38 mínútur í leiknum; skoraði ellefu stig, tók sex fráköst, gaf sjö stoðsendingar og tapaði boltanum fimm sinnum. Denver lék án Jamals Murray og Michaels Porter yngri í nótt. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Þetta var þriðji sigur Minnesota í röð en liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar. Anthony Edwards skoraði 34 stig fyrir liðið, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Julius Randle og hetjan Alexander-Walker skoruðu 26 stig hvor.
NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira