Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:26 Á myndinni er eftirfarandi starfsfólk Orkubús Vestfjarða: Sölvi R. Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs, Gísli Jón Kristjánsson og Valgerður Árnadóttir, stjórnarmenn, Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður, Unnar Hermannsson og Viktoría Rán Ólafsdóttir, stjórnarmenn, Daníel Örn Antonsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Elías Jónatansson, orkubússtjóri. Orkubú Vestfjarða Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða, en þar segir að tekin hafi verið formleg ákvörðun um þetta á fundi stjórnar 26. mars síðastliðinn. „Virkjunin fellur vel að þeim markmiðum stjórnar Orkubús Vestfjarða að tryggja næga orkuöflun félagsins innan Vestfjarða, auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og gera félaginu kleift að taka þátt í grænum orkuskiptum á Vestfjörðum í samræmi við stefnu stjórnvalda,“ segir í bókun stjórnar. Virkjunin auki afhendingaröryggi um allt að 90 prósent Þar segir að Kvíslatunguvirkjun hafi alla burði til að verða arðbært verkefni fyrir Orkubúið. Virkjunin muni auk þess hafa afgerandi áhrif á afhendinaröryggi rafmagns á Ströndum, á Reykhólum og í Inndjúpi. „Virkjunin mun því draga mikið úr kostnaði við framleiðslu orku með díselvélum og minnka um leið losun gróðurhúsalofttegunda vegna keyrslu varaafls á því svæði.“ „Um er að ræða stærsta einstaka verkefni sem Orkubú Vestfjarða hefur ráðist í frá upphafi. Áformað afl virkjunarinnar er 9,5 MW í byrjun og má gera ráð fyrir að hún framleiði um 60 GWst að meðaltali á ári, en mögulegt er að bæta við lítilli 0,4MW virkjun í þrepi á milli uppistöðulóna virkjunarinnar.“ „Virkjunin fylgir fast á hæla Mjólkárvirkjunar að stærð, en hún er stærsta virkjun Orkubúsins og samanstendur í rauninni af þremur virkjunum, Mjólká I, Mjólká II og Mjólká III, sem samtals eru 11,2 MW.“ Þá segir að áætlaður kostnaður við byggingu virkjunarinnar sé rúmlega sjö milljarðar króna. Stefnt sé að því að hefja undirbúningsframkvæmdir í sumar. Aðalframkvæmdirnar verði á árinu 2026 og 2027. „Áætlanir gera ráð fyrir að virkjunin verði farin að framleiða raforku í árslok 2027.“ Strandabyggð Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða, en þar segir að tekin hafi verið formleg ákvörðun um þetta á fundi stjórnar 26. mars síðastliðinn. „Virkjunin fellur vel að þeim markmiðum stjórnar Orkubús Vestfjarða að tryggja næga orkuöflun félagsins innan Vestfjarða, auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og gera félaginu kleift að taka þátt í grænum orkuskiptum á Vestfjörðum í samræmi við stefnu stjórnvalda,“ segir í bókun stjórnar. Virkjunin auki afhendingaröryggi um allt að 90 prósent Þar segir að Kvíslatunguvirkjun hafi alla burði til að verða arðbært verkefni fyrir Orkubúið. Virkjunin muni auk þess hafa afgerandi áhrif á afhendinaröryggi rafmagns á Ströndum, á Reykhólum og í Inndjúpi. „Virkjunin mun því draga mikið úr kostnaði við framleiðslu orku með díselvélum og minnka um leið losun gróðurhúsalofttegunda vegna keyrslu varaafls á því svæði.“ „Um er að ræða stærsta einstaka verkefni sem Orkubú Vestfjarða hefur ráðist í frá upphafi. Áformað afl virkjunarinnar er 9,5 MW í byrjun og má gera ráð fyrir að hún framleiði um 60 GWst að meðaltali á ári, en mögulegt er að bæta við lítilli 0,4MW virkjun í þrepi á milli uppistöðulóna virkjunarinnar.“ „Virkjunin fylgir fast á hæla Mjólkárvirkjunar að stærð, en hún er stærsta virkjun Orkubúsins og samanstendur í rauninni af þremur virkjunum, Mjólká I, Mjólká II og Mjólká III, sem samtals eru 11,2 MW.“ Þá segir að áætlaður kostnaður við byggingu virkjunarinnar sé rúmlega sjö milljarðar króna. Stefnt sé að því að hefja undirbúningsframkvæmdir í sumar. Aðalframkvæmdirnar verði á árinu 2026 og 2027. „Áætlanir gera ráð fyrir að virkjunin verði farin að framleiða raforku í árslok 2027.“
Strandabyggð Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?