Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2025 19:27 He Rulong sendiherra Kína á Íslandi. Vísir/Arnar Sendiherra Kína á Íslandi segist harma fullyrðingar yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja hér á landi. Hann hafnar þeim með öllum og segist vona að löndin haldi áfram giftusamlegu samstarfi. Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja. Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja.
Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira