Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2025 19:27 He Rulong sendiherra Kína á Íslandi. Vísir/Arnar Sendiherra Kína á Íslandi segist harma fullyrðingar yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja hér á landi. Hann hafnar þeim með öllum og segist vona að löndin haldi áfram giftusamlegu samstarfi. Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja. Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja.
Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira