Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2025 19:30 Gjert Ingebrigtsen segist aldrei hafa gert flugu mein. Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Vísir hefur áður farið ítarlegi yfir helstu þætti málsins um má lesa þá umfjöllun hér að neðan: Gjert hefur hingað til alfarið neitað sök í málinu en hann bar vitni í dag þar sem hann viðurkenndi að hann hefði oft verið krefjandi og harður við börnin sín sem þjálfari en aldrei beitt þau ofbeldi. Gjert brast ítrekað í grát í vitnaleiðslunum í dag, sem stóðu yfir í fimm tíma, og sagðist í raun vera svo afhuga ofbeldi að hann hefði verið rekinn úr hernum vegna þess. Drjúgur tími af vitnaleiðslunum í dag snérust um atvik sem snýr að dóttur Gjert, Ingrid, þegar hann sló til hennar með handklæði en Gjert segir sjálfur að hann hafi aðeins slegið hana létt í vísifingur og myndir af sári í andliti hennar séu ekki eftir handklæðið. Ingrid flutti að heiman eftir það atvik. Þá var hann einnig spurður út í ásakanir sonar síns Jakob um að hafa sparkað honum af vespu þegar hann var barn sem Gjert sagði algjörlega óhugsandi. Hann bar syni sínum þó ekki vel söguna. „Jakob hefur notið mikilla forréttinda alla sína ævi. Honum hefur verið leyft að gera og segja allt sem hann vill. Hann hefur í raun verið borinn um í hásæti alla ævi. Við höfum auðvitað verið ósammála um margt en deilurnar hafa aldrei leitt til líkamlegs ofbeldis.“ Þá bætti Gjert við að Jakob hefði ítrekað gert lítið úr honum sem þjálfara og sagt hann vera „gagnlaus, fáfróður og vonlaus.“ Þá hafi hann einnig sagt að pabbi sinn væri „hálfviti sem myndi skemma allt“ áður en hann vann til sinna fyrstu gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Sjá meira
Vísir hefur áður farið ítarlegi yfir helstu þætti málsins um má lesa þá umfjöllun hér að neðan: Gjert hefur hingað til alfarið neitað sök í málinu en hann bar vitni í dag þar sem hann viðurkenndi að hann hefði oft verið krefjandi og harður við börnin sín sem þjálfari en aldrei beitt þau ofbeldi. Gjert brast ítrekað í grát í vitnaleiðslunum í dag, sem stóðu yfir í fimm tíma, og sagðist í raun vera svo afhuga ofbeldi að hann hefði verið rekinn úr hernum vegna þess. Drjúgur tími af vitnaleiðslunum í dag snérust um atvik sem snýr að dóttur Gjert, Ingrid, þegar hann sló til hennar með handklæði en Gjert segir sjálfur að hann hafi aðeins slegið hana létt í vísifingur og myndir af sári í andliti hennar séu ekki eftir handklæðið. Ingrid flutti að heiman eftir það atvik. Þá var hann einnig spurður út í ásakanir sonar síns Jakob um að hafa sparkað honum af vespu þegar hann var barn sem Gjert sagði algjörlega óhugsandi. Hann bar syni sínum þó ekki vel söguna. „Jakob hefur notið mikilla forréttinda alla sína ævi. Honum hefur verið leyft að gera og segja allt sem hann vill. Hann hefur í raun verið borinn um í hásæti alla ævi. Við höfum auðvitað verið ósammála um margt en deilurnar hafa aldrei leitt til líkamlegs ofbeldis.“ Þá bætti Gjert við að Jakob hefði ítrekað gert lítið úr honum sem þjálfara og sagt hann vera „gagnlaus, fáfróður og vonlaus.“ Þá hafi hann einnig sagt að pabbi sinn væri „hálfviti sem myndi skemma allt“ áður en hann vann til sinna fyrstu gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Sjá meira