Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2025 21:14 Tveir af sigurvegurum skólans eða þau Árný Ingvarsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson með Páli Sveinssyni, skólastjóra og Írisi Dröfn Kristjánsdóttur, þjálfara liðsins og kennara í íslensku í skólanum. Á myndina vantar þriðja keppandann eða Elísabetu Kristel Þorsteinsdóttur, sem var veik þegar myndin var tekin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir mega vera ánægðir með sig nemendurnir þrír í Vallaskóla á Selfossi, sem sigruðu Stóru upplestrarkeppnina í Árborg en keppt var á milli fjögurra skóla. Kennarar, þjálfari og skólastjóri eru að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir árangrinum. Stóra upplestrarkeppnin á meðal nemenda í 7. bekk bekk fer víða fram um land þessa dagana. Keppnin á milli grunnskóla Árborgar fór nýlega fram að þá kepptu fulltrúar Barnaskólans á Eyrarbakka- og Stokkseyri og Sunnulækjarskóla og Stekkjarskóla á Selfoss. Sigurvegararnir þrír, þar að segja fyrsta, annað og þriðja sæti koma úr Vallaskóla á Selfossi. Kennararnir eru að sjálfsögðu mjög ánægðir með árangur nemenda í keppninni. En hverju þakka þeir þennan góða árangur? „Æfingunni fyrst og fremst og natni hjá krökkunum að halda sig við af efninu,“ segir Ingólfur Kjartansson, umsjónarkennari í 7. bekk. „Þetta er aðallega þeirra metnaður og vinna,“ segir Karitas Nína Viðarsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk og María Ágústsdóttir, sem er líka umsjónarkennari í 7. bekk bætir við. „Það var svo gaman að sjá breytinguna á krökkunum frá því að við kynntum þetta fyrir þeim á Degi íslenskra tungu og þá var alveg af bekknum, ég ætla ekki að taka þátt, ég ætla ekki að taka þátt en svo í lokin voru allir sem stóðu upp og allir, sem lásu.“ Stoltir umsjónakennarar í 7. bekk í Vallaskóla eða þau frá vinstri, María Ágústsdóttir, Ingólfur Kjartansson og Karitas Nína Viðarsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú heyrir maður oft í umræðunni, það er verið að kvarta, krakkar á Íslandi kunna ekki að lesa, hverju svarið þið því ? „Við erum ósammála, við erum bara algjörleg ósammála því. Við ætlum að vona að það verði ekki talað við neina aðra en okkur eftir þetta,“ segja þau öll í kór. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm)) 0:14 Þið eruð þrjú úr Vallaskóla í efstu sætunum, er það ekki er vel gert hjá ykkur? „Það er bara mjög vel gert hjá okkur enda hafa verið miklar og margar æfingar hjá okkur“, segir Árný Ingvarsdóttir ein af sigurvegurunum og nemandi í Vallaskóla. „Þetta felst í að þjálfa upplestur. Svo er náttúrulega gefið fyrir raddstyrk, raddbeitingu, líkamsstöðu og blæbrigði og túlkun, bara að þjálfa þessi atriði,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, þjálfari hópsins og íslenskukennari í Vallaskóla. Mikið er lagt upp úr lestri í kennslustundum í Vallaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara æfi mig oft heima að lesa og tók mér margar æfingar að tala fyrir framan svona stóran sal og bara með mömmu og pabba að æfa mig. Þetta var alveg erfitt og stressandi en fór vel í lokin,“ segir Arnar Bent Brynjarsson, nemandi í Vallaskóla, sem sigraði keppnina. Og skólastjórinn, hann er að sjálfsögðu stoltur yfir sínu fólki. „Þetta er frábær árangur að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni hérna í Árborg. Við leggjum mikla áherslu á lestur og leikræna tjáningu í skólanum og gerum mikið úr því að byrja að þjálfa vel og kenna náttúrulega á yngstu stigum og viljum svo halda áfram og erum að móta læsistefnu skólans í takti við læsisstefnu Árborgar, sem er að koma út á næstu misserum,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri Vallaskóla. Sigurvegarnir þrír úr Vallaskóla, frá vinstri. Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson.Aðsend Árborg Grunnskólar Krakkar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Stóra upplestrarkeppnin á meðal nemenda í 7. bekk bekk fer víða fram um land þessa dagana. Keppnin á milli grunnskóla Árborgar fór nýlega fram að þá kepptu fulltrúar Barnaskólans á Eyrarbakka- og Stokkseyri og Sunnulækjarskóla og Stekkjarskóla á Selfoss. Sigurvegararnir þrír, þar að segja fyrsta, annað og þriðja sæti koma úr Vallaskóla á Selfossi. Kennararnir eru að sjálfsögðu mjög ánægðir með árangur nemenda í keppninni. En hverju þakka þeir þennan góða árangur? „Æfingunni fyrst og fremst og natni hjá krökkunum að halda sig við af efninu,“ segir Ingólfur Kjartansson, umsjónarkennari í 7. bekk. „Þetta er aðallega þeirra metnaður og vinna,“ segir Karitas Nína Viðarsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk og María Ágústsdóttir, sem er líka umsjónarkennari í 7. bekk bætir við. „Það var svo gaman að sjá breytinguna á krökkunum frá því að við kynntum þetta fyrir þeim á Degi íslenskra tungu og þá var alveg af bekknum, ég ætla ekki að taka þátt, ég ætla ekki að taka þátt en svo í lokin voru allir sem stóðu upp og allir, sem lásu.“ Stoltir umsjónakennarar í 7. bekk í Vallaskóla eða þau frá vinstri, María Ágústsdóttir, Ingólfur Kjartansson og Karitas Nína Viðarsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú heyrir maður oft í umræðunni, það er verið að kvarta, krakkar á Íslandi kunna ekki að lesa, hverju svarið þið því ? „Við erum ósammála, við erum bara algjörleg ósammála því. Við ætlum að vona að það verði ekki talað við neina aðra en okkur eftir þetta,“ segja þau öll í kór. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm)) 0:14 Þið eruð þrjú úr Vallaskóla í efstu sætunum, er það ekki er vel gert hjá ykkur? „Það er bara mjög vel gert hjá okkur enda hafa verið miklar og margar æfingar hjá okkur“, segir Árný Ingvarsdóttir ein af sigurvegurunum og nemandi í Vallaskóla. „Þetta felst í að þjálfa upplestur. Svo er náttúrulega gefið fyrir raddstyrk, raddbeitingu, líkamsstöðu og blæbrigði og túlkun, bara að þjálfa þessi atriði,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, þjálfari hópsins og íslenskukennari í Vallaskóla. Mikið er lagt upp úr lestri í kennslustundum í Vallaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara æfi mig oft heima að lesa og tók mér margar æfingar að tala fyrir framan svona stóran sal og bara með mömmu og pabba að æfa mig. Þetta var alveg erfitt og stressandi en fór vel í lokin,“ segir Arnar Bent Brynjarsson, nemandi í Vallaskóla, sem sigraði keppnina. Og skólastjórinn, hann er að sjálfsögðu stoltur yfir sínu fólki. „Þetta er frábær árangur að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni hérna í Árborg. Við leggjum mikla áherslu á lestur og leikræna tjáningu í skólanum og gerum mikið úr því að byrja að þjálfa vel og kenna náttúrulega á yngstu stigum og viljum svo halda áfram og erum að móta læsistefnu skólans í takti við læsisstefnu Árborgar, sem er að koma út á næstu misserum,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri Vallaskóla. Sigurvegarnir þrír úr Vallaskóla, frá vinstri. Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson.Aðsend
Árborg Grunnskólar Krakkar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira