Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2025 12:43 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira