Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2025 13:31 Valgerður stígur næst í hringinn í lok vikunnar. vísir/bjarni Eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, Valgerður Guðsteinsdóttir, er ekki af baki dottin þó svo hún nálgist fertugt. Hún ætlar sér enn alla leið í íþróttinni. Hin 39 ára gamla Valgerður hefur oftar en ekki þurft að æfa ein hér heima en nú er hún komin að hjá hnefaleikafélagi á Englandi þar sem hún getur æft með fleiri öflugum konum. „Ég er komin með tvo nýja þjálfara þar í flottum, nýlegum klúbbi. Ég hafði samband við þá í nóvember og þeir sögðust strax ætla að taka mig,“ segir Valgerður kát. Þetta skref hefur strax borið ávöxt því Valgerður fær bardaga á Englandi í lok næstu viku. Hún býr enn heima á Íslandi og það er mikið púsluspil að hoppa milli landa. „Þetta gengur vel því ég á frábæra fjölskyldu, frábæran mann og svo er ég með æðislega vinnuveitendur. Ég get stokkið út þegar ég þarf en held samt vinnunni því ég þarf að sjá fyrir mér,“ segir hnefaleikakonan en allt kostar þetta skildinginn. „Sérstaklega þegar maður er mikið einn. Þrátt fyrir stuðningsaðila hef ég verið mikið í mínus í gegnum árin. Ég hef aldrei verið nálægt því að hætta en stundum kemur upp af hverju er ég að þessu. Sérstaklega þegar á móti blæs.“ Metnaðurinn og dugnaðurinn er mikill og okkar kona er með skýr markmið. „Ég veit hvert ég stefni og hvað ég get. Nú er ég með réttu mennina til að hjálpa mér að komast þangað. Ég ætla í stóra beltin, titlana. Ég verð í þessu þar til ég næ mínum markmiðum og þar til ég er sátt.“ Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Sjá meira
Hin 39 ára gamla Valgerður hefur oftar en ekki þurft að æfa ein hér heima en nú er hún komin að hjá hnefaleikafélagi á Englandi þar sem hún getur æft með fleiri öflugum konum. „Ég er komin með tvo nýja þjálfara þar í flottum, nýlegum klúbbi. Ég hafði samband við þá í nóvember og þeir sögðust strax ætla að taka mig,“ segir Valgerður kát. Þetta skref hefur strax borið ávöxt því Valgerður fær bardaga á Englandi í lok næstu viku. Hún býr enn heima á Íslandi og það er mikið púsluspil að hoppa milli landa. „Þetta gengur vel því ég á frábæra fjölskyldu, frábæran mann og svo er ég með æðislega vinnuveitendur. Ég get stokkið út þegar ég þarf en held samt vinnunni því ég þarf að sjá fyrir mér,“ segir hnefaleikakonan en allt kostar þetta skildinginn. „Sérstaklega þegar maður er mikið einn. Þrátt fyrir stuðningsaðila hef ég verið mikið í mínus í gegnum árin. Ég hef aldrei verið nálægt því að hætta en stundum kemur upp af hverju er ég að þessu. Sérstaklega þegar á móti blæs.“ Metnaðurinn og dugnaðurinn er mikill og okkar kona er með skýr markmið. „Ég veit hvert ég stefni og hvað ég get. Nú er ég með réttu mennina til að hjálpa mér að komast þangað. Ég ætla í stóra beltin, titlana. Ég verð í þessu þar til ég næ mínum markmiðum og þar til ég er sátt.“
Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Sjá meira